Nýnemakynningar | Háskóli Íslands Skip to main content

Nýnemakynningar

Upplýsingaborð fyrir nýnema

Háskóli Íslands býður nýnema velkomna með sérstökum nýnemadögum í upphafi skólaárs. 

Dagskrá nýnemadaga fer að mestu fram á Háskólatorgi.

Liður í nýnemadögum er kynning á þjónustu Háskólans.  Helstu þjónustustofnanir skólans eru með kynningarbása þar sem þú getur fengið svör við þínum spurningum.  

Þú getur til að mynda hitt starfsfólk frá:

Á staðnum eru líka fulltrúar frá:

Þar má einnig ná tali af Jafnréttisfulltrúum og tengdum aðilum.  

Á nýnemadögum býður Stúdentaráð nýnemum í gönguferð um Háskólasvæðið til að hjálpa öllum að rata og læra á svæðið. 

Upplýsingaborð fyrir nýnema er opið eina viku í upphafi skólaárs á Háskólatorgi og þar er hægt að fá svar við hinum ýmsu upplýsingum er varða háskólasamfélagið. 

Á nýnemadögum er boðið upp á lifandi tónlist á sviðinu á Háskólatorgi og Háskólakórinn og Háskóladansinn erum með uppákomur í hádegishléum.  

Þú getur tekið þátt í spurningaleik fyrir nýnema á Uglunni þar sem glæsilegir vinningar eru alltaf í boði. 

Í framhaldi af nýnemadögum eru Stúdentadagar haldnir en á þeim keppa nemendafélögin sín á milli í ýmsum greinum og gera sér glaðan dag á túninu fyrir framan Aðalbyggingu.

Allir nýnemar og aðrir stúdentar eru hvattir til að taka þátt í dagskránni. 


Samfélagsmiðlar

Endilega fylgstu með Háskólanum á:

Á YouTube-rás Háskólans má sjá myndbönd frá nýnemadögum fyrri ára.

Tengt efni
Myndband frá Nýnemadögum 2018

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.