Nýnemakynningar | Háskóli Íslands Skip to main content

Nýnemakynningar

Upplýsingaborð fyrir nýnema

Nýnema- og stúdentadagar eru dagana 2.-6. september 2019. Allir nýnemar og aðrir stúdentar eru hvattir til að taka þátt í dagskránni. Þar er bæði boðið upp á skemmtilega viðburði og fræðslu um lífið og þjónustuna sem veitt er í Háskólanum.

Dagskrá nýnemadaga fer að mestu fram á Háskólatorgi.

Mánudagur 2. september

Þriðjudagur 3. september

  • Háskólakórinn syngur kl. 12 á sviðinu á Háskólatorgi og kynnir starfssemi sína.
  • Fulltrúar frá Skrifstofu alþjóðasamskipta kynna spennandi tækifæri á skiptinámi, starfsþjálfun og sumarnámi. Kynntir verða þeir styrkir sem í boði eru og hvernig umsóknarferli er háttað.
    kl. 12.00-12.30  í stofu HT-300.  Taktu hluta af náminu erlendis – Örkynning. 
  • Stúdentaráð býður nýnemum í gönguferð um Háskólasvæðið kl. 12.30. Lagt af stað frá upplýsingaborði fyrir nýnema á Háskólatorgi.
  • Upplýsingaborð fyrir nýnema á Háskólatorgi opið frá kl. 10-14

  Miðvikudagur 4. september

  • Tónlistarmaðurinn og læknaneminn Skauti treður upp á Háskólatorgi kl. 12. Skauti gaf út sína fyrstu plötu Sáluhjálp í sumar og hans þekktasta lag heitir Ekki heim.
  • Upplýsingaborð fyrir nýnema á Háskólatorgi opið frá kl. 10-14

Fimmtudagur 5. september

Föstudagur 6. september

  • Stúdentadagar Stúdentaráðs kl.11.30 í skeifunni við Aðalbyggingu þar sem nemendafélögin keppa sín á milli í fótbolta.
  • Upplýsingaborð fyrir nýnema á Háskólatorgi opið frá kl. 10-12

Nýnemar geta einnig tekið þátt í spurningaleik fyrir nýnema í Uglunni þar sem glæsilegir vinningar eru í boði. 


Samfélagsmiðlar

Endilega fylgist með Háskólanum á Facebook, Twitter, Instagram og YouTube.

Hér fyrir neðan er myndband frá nýnemadögum 2018. Á YouTube-rás Háskólans má sjá myndbönd frá nýnemadögum fyrri ára.

Tengt efni
Myndband frá Nýnemadögum 2018

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.