Nýnemakynningar | Háskóli Íslands Skip to main content

Nýnemakynningar

Netspjall

Upplýsingaborð fyrir nýnema

Háskóli Íslands býður nýnema velkomna með sérstökum nýnemadögum í upphafi skólaárs. Þar er bæði boðið upp á skemmtilega viðburði og fræðslu um lífið og þjónustuna sem veitt er í Háskólanum.

Kynningar fræðasviða

Fræðasvið skólans standa hvert og eitt fyrir móttöku/kynningarfundum nýnema en nánari upplýsingar um tímasetningu þeirra má jafnan finna á viðburðadagatali Háskólans í ágústmánuði hvert ár.

Nýnemakynningar fræðasviða í upphafi haustmisseris 2018 verða sem hér segir:

Nýnemadagar

Nýnemadagar 2018 verða haldnir 3.-7. september. Nánari upplýsingar eru í viðburðadagatali.

Dagskrá nýnemadaga fer að mestu fram á Háskólatorgi.  Boðið er upp á gönguferðir og kynningu á háskólasvæðinu, örfyrirlestra um námsráðgjöf, skiptinám, tungumálanám og margt fleira. Einnig eru helstu þjónustustofnanir skólans með kynningarbása þar sem nemendur geta fengið svör við fjölmörgum spurningum. Þar má hitta fulltrúa frá Náms- og starfsráðgjöf, Skrifstofu alþjóðasamskipta, Nemendaskrá, Sjálfbærni- og umhverfisnefnd, Jafnréttisnefnd, jafnréttisfulltrúa, Fagráði og Ráði um málefni fatlaðs fólks. Á staðnum eru líka fulltrúar frá Landsbókasafni, Tungumálamiðstöð, Ritveri, Háskólakórnum, Háskóladansinum og sérfræðingar í Smáuglunni – appi Háskóla Íslands.

Á nýnemadögum eru Háskólakórinn og Háskóladansinn með uppákomur í hádegishléum. Lifandi tónlist á sviðinu og stúdentaráð stendur vaktina á upplýsingaborði fyrir nýnema og svarar spurningum er varða háskólasamfélagið, réttindamál stúdenta, félagslíf og fleira. Nýnemar geta tekið þátt í spurningaleik fyrir nýnema á Uglunni þar sem glæsilegir vinningar eru ætíð í boði. 

Í framhaldi af nýnemadögum eru Stúdentadagar haldnir en á þeim keppa nemendafélögin sín á milli í ýmsum greinum og gera sér glaðan dag á túninu fyrir framan Aðalbyggingu.

Samfélagsmiðlar

Endilega fylgist með snapchat Háskóla Íslands undir „haskolasnappid

Einnig má fylgjast með Háskólanum á Facebook, Twitter, Instagram og YouTube.

Hér fyrir neðan er myndband frá nýnemadögum 2016. Á YouTube-rás Háskólans má sjá myndbönd frá nýnemadögum fyrri ára.

Tengt efni
Myndband frá Nýnemadögum 2016

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
3 + 2 =
Leystu þetta einfalda dæmi. T.d. ef dæmið er 1 + 3, settu þá inn 4.