Nýnemakynningar | Háskóli Íslands Skip to main content

Nýnemakynningar

Nýnemakynningar - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskóli Íslands býður nýnema velkomna með sérstökum nýnemadögum í upphafi skólaárs. 

Liður í nýnemadögum hefur verið kynning á þjónustu Háskólans og upplýsingaborð fyrir nýnema. Vegna gildandi sóttvarnareglna voru nýnemadagar með breyttu sniði haustið 2020. 

Stofnuð var Facebook-síða fyrir alla nýnema Háskólans sem er óháð námsleiðum og fræðasviðum og opin öllum sem eru að hefja nám við skólann. Á síðunni geta allir nýir nemendur leitað upplýsinga hver hjá öðrum og átt í allskonar óformlegum samskiptum á jafningjagrundvelli.

Endilega fylgstu með Instagram reikningi Háskólans þar sem kynnt er ýmis þjónusta sem stendur nemendum til boða. 

Hér eru tenglar á helstu þjónustu og eru nemendur eindregið hvattir til að kynna sér. Ekki hika við að hafa samband er það brenna á ykkur spurningar.

Á nýnemadögum býður Stúdentaráð nýnemum í gönguferð um Háskólasvæðið til að hjálpa öllum að rata og læra á svæðið.  Það er einnig hægt að skoða nýnemarölts myndbandið og fræðast staðsetningar og byggingar. 

Spurningaleikur fyrir nýnema er á Uglunni á nýnemadögum og alltaf glæsilegir vinningar eru í boði s.s. gjafabréf í Stúdentakjallarann og Bóksölu stúdenta, prentkvótar, háskólapeysur, kaffikort, dansnámseið og fl.  Skemmtilegar spurningar sem allar tengjast einhverju í háskólalífinu. 

Samfélagsmiðlar

Endilega fylgstu með Háskólanum á:

Á YouTube-rás Háskólans má sjá myndbönd frá nýnemadögum fyrri ára.

Tengt efni
Myndband frá Nýnemadögum 2018

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.