Stafræn miðlun og nýsköpun - Viðbótardiplóma
Stafræn miðlun og nýsköpun
Viðbótardiplóma – 60 einingar
Í diplómanámi í stafrænni miðlun og nýsköpun er lögð áhersla á að nemendur öðlist góðan grunn og undirbúning fyrir störf og verkefni á sviði stafrænnar miðlunar. Áhersla er lögð á nýsköpunarstarf og frumkvöðlahugsun sem og hagnýtar aðferðir við að raungera hugmyndir.
Skipulag náms
- Haust
- Nýsköpun - frá hugmynd að afurð
- Grundvallaratriði vefmiðlunar ‐ Starf vefstjórans og vefritstjórn
- Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkunB
- Saga heimildamynda og grundvallaratriði í klippiB
- Leikjavæðing og menningarmiðlunBE
- Miðlun í hljóðvarpi og hlaðvarpiB
- StarfsþjálfunB
- StarfsþjálfunB
- Upplýsingafræði og miðlun í samfélagi margbreytileikansV
- Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi.VE
- Samskipti manns og tölvuV
- Fréttamennska 1: Fréttamat, fréttaöflun og fréttaskrifVE
- Stafrænir miðlarVE
- Megindleg aðferðafræðiV
- Eigindlegar rannsóknaraðferðir IV
- Internetið og upplýsingaleitirV
- Stafræn viðskipti og markaðssetningV
- Vor
- Stafræn og samfélagsleg nýsköpun
- Miðlunarleiðir II: Munnleg framsetning, sýningar, stafræn miðlunB
- Menningarminjar, söfn og sýningarB
- Skapandi heimildamyndirB
- Miðlun og menningB
- StarfsþjálfunB
- StarfsþjálfunB
- Spunagreind og sköpunV
- Ritstjórn og hönnun prentgripaV
- Vefstjórnun og upplýsingaarkitektúrV
Nýsköpun - frá hugmynd að afurð (HMM121F)
Í námskeiðinu er farið yfir atriði er varða nýsköpunarstarf og frumkvöðlahugsun sem og tækifæri, þróun, mat og úrvinnslu hugmynda auk kenninga og aðferða við að gera viðskiptahugmynd markaðshæfa. Framsetning námsþátta miðast við þau verkefni sem frumkvöðull glímir við þegar gæða á hugmynd lífi. Nýsköpun er kynnt sem ferli sem hefst á hugmyndavinnu og þarfagreiningu á markaði. Næst er verkefnisstjórnun og áætlanagerð kynnt til sögunnar. Að lokum er farið yfir fjármögnun og styrkumsóknir auk þess sem stoðumhverfi nýsköpunar eru gerð skil.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Grundvallaratriði vefmiðlunar ‐ Starf vefstjórans og vefritstjórn (HMM120F)
Starf vefstjórans hefur tekið miklum breytingum með stöðugri tækniþróun og áherslu á stafrænar lausnir. Leitast verður við að veita nemendum góða innsýn í helstu þætti í starfi vefstjórans. Rýnt verður í skrif fræðimanna á sviði vefmiðlunar, nemendur kynnast nauðsynlegum tækjum og tólum og við fáum til okkar góða gesti sem hafa fjölbreytta starfsreynslu sem vefstjórar, vefritstjórar og á sviði stafrænnar miðlunar.
Starf vefritstjóra er iðulega samofið almennri vefstjórn. Nemendur fá góða innsýn í ritstjórn vefja og skrifum fyrir stafræna miðla. Fjallað verður um helstu þætti sem vefstjóri / vefritstjóri þarf að hafa vald á, svo sem upplýsingaarkitektúr, skrifum fyrir vef, framsetningu myndefnis, grundvallaratriði í vefhönnun, aðgengismál, nytsemi, öryggismál, vefmælingar, vefumsjónarkerfi, grunntækni vefviðmótsins, helstu hugtök og skilgreiningar í tækni vefsins og netsins.
Nemendur setja upp eigin vef og nota til þess vefumsjónarkerfi að eigin vali, t.d WordPress eða Wix, sem bæði eru til í ókeypis útgáfum, og er hluta verkefna skilað þar. Þannig öðlast nemendur þjálfun í að setja upp einfaldan vef og byggja upp leiðakerfi. Athygli er sérstaklega vakin á því að í námskeiðinu er ekki kennsla á vefumsjónarkerfi. Þeim sem ekki hafa reynslu af notkun þeirra fyrir er bent á að á YouTube má finna fjölda myndbanda þar sem hægt er að læra á kerfin, allt frá grunnatriðum og upp í mun flóknari þætti en ætlast er til að í þessu námskeiði.
Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun (HMM122F)
Í námskeiðunum Miðlunarleiðir I og Miðlunarleiðir II eru kynnt grunnatriði aðferða við miðlun menningarefnis í hug- og félagsvísindum. Miðlunarleiðir I eru á haustönn en Miðlunarleiðir II eru á vorönn.
Í Miðlunarleiðum I verður unnið með:
- Texta og myndir í fyrri hluta annarinnar. Nemendur munu fá þjálfun við greinaskrif og orðræðugreiningu annars vegar og myndanotkun og myndgreiningu hins vegar.
- Stuttmyndagerð í síðari hluta annarinnar. Þar vinna nemendur að gerð stuttmynda. Í því felst grunnþjálfun í handritagerð, tökum og klippi og nemendur vinna í hópum að stuttmynd í samræmi við tiltekið þema. Hvor efnisþáttur um sig vegur 50% í námskeiðinu.
Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:
- Greiningar á textum og myndum
- Grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð.
- Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem er sýnd við lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á hópavinnu og hagnýt verkefni.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Saga heimildamynda og grundvallaratriði í klippi (HMM802F)
Á námskeiðinu verður farið yfir sögu og þróun heimildamynda frá upphafi. Kynnt verða lykilverk og höfundar þeirra, ásamt helstu stefnum og straumum eins og Grierson stefnan, Kino-eye, Direct cinema og fleira. Auk þessa verður skoðað hvernig tæknileg þróun hefur áhrif á gerð heimildamynda.
Kennsla er byggð á fyrirlestrum kennara, umræðum í tímum og sýningum á tilteknum lykilmyndum í sögu heimildamynda. Nemendur skila greinagerð um þær myndir sem sýndar eru á námskeiðinu.
Kennd verða grunnatriði í klippiforritinu Adobe Premiere Pro, eins og að hlaða inn efni, klippa það til, einfalda hljóðvinnslu, innsetningu texta og minniháttar litaleiðréttingu. Í framhaldinu eru unnin tvö klippiverkefni. Annað er myndband sem nemendur taka á síma og klippa í Premiere Pro, en hitt vídeódagbók um eina af þeim myndum sem fjallað er um á námskeiðinu.
Verkefni:
- Stutt myndband, 1-3 mínútur.
- Vídeódagbók um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
- Skrifleg dagbók 1 (500 – 700 orð). Hugleiðing um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
- Skrifleg dagbók 2 (500 – 700 orð). ). Hugleiðing um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
Ætlast er til að nemendur taki virkan þátt í námskeiðinu og verklegum verkefnum.
Námskeiðið er samkennt með síðari hluta námskeiðsins HMM122F Miðlunarleiðir I. Þeir nemendur sem skráðir eru í það námskeið taka ekki þetta námskeið.
Leikjavæðing og menningarmiðlun (HMM110M)
Leikjavæðing (e. gamification) er hugtak sem hefur rutt sér til rúms á síðustu árum, m.a. við framsetningu og miðlun á upplýsingum og fræðsluefni. Skólar, söfn og fyrirtæki nýta í auknum mæli leikjavæðingu til að nálgast viðfangsefni sín og nýta sér aðferðafræði og tækni úr heimi tölvuleikja. Á þessu námskeiði verður skoðað hvernig nýjar aðferðir, ný tækni og snjalltæki geta nýst þeim sem vinna að hagnýtri menningarmiðlun. Kynnt verða verkefni á þessu sviði, farið í vettvangsferðir og unnið að einföldum verkefnum. Námskeiðið verður að mestu kennt á netinu. Námskeiðið er unnið í samvinnu við Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri.
Miðlun í hljóðvarpi og hlaðvarpi (HMM235F)
Námskeiðið er haldið í samstarfi við RÚV - Rás 1. Fjallað er um framsetningu efnis í útvarpi og hlaðvarpi. Könnuð eru ólík dæmi um dagskrárgerð. Hugað er að miðlunarmöguleikum hljóðefnis í fjölmiðlaumhverfi samtímans og gerð grein fyrir eðli ólíkra miðlunarleiða. Fjallað verður um hugmyndavinnu, viðtalstækni, upptökutækni, uppbyggingu og samsetningu hljóðvarps/hlaðvarpsefnis með áherslu á sjálfbærni og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur vinna verkefni tengd útvarpsþáttagerð.
Starfsþjálfun (HMM013F)
Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.
Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.
Starfsþjálfun (HMM014F)
Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.
Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.
Upplýsingafræði og miðlun í samfélagi margbreytileikans (UPP109F)
Í námskeiðinu verður fjallað um sígild viðfangsefni og kynntir helstu straumar og stefnur á sviði upplýsingafræði. Áhersla verður lögð á að fjalla um fræðilegar skilgreiningar, kenningar og líkön varðandi upplýsingahegðun og upplýsinga- og miðlalæsi, sem og áhrifaþætti við öflun og miðlun upplýsinga og þekkingar. Fjallað verður um eðli og einkenni upplýsinga og þekkingar. Gerð verður grein fyrir þróun rannsókna á sviðinu og hugsanlegri hagnýtingu slíkra rannsókna á starfsvettvangi. Fjallað verður um skilgreiningar og kenningar um upplýsinga- og miðlalæsi. Einnig verður fjallað um upplýsingahegðun út frá mismunandi samfélagshópum og gerð grein fyrir hugtökum og kenningalegri nálgun á því sviði, svo sem upplýsingaþörf , upplýsingasvæði, hindranir við upplýsingaöflun, upplýsingafátækt, hliðvarsla, lögmálið um minnsta fyrirhöfn og mismunandi form upplýsingaleitar.
Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi. (LVG205M)
Markmiðið með Leiksmiðjunni, sköpun í stafrænum heimi er að skapa vettvang fyrir gagnvirka leiklist og er námskeiðinu ætlað að vera lifandi leikhúsvettvangur og miðstöð tilrauna fyrir hvers kyns leiklist sem tengist netmiðlum allt frá lifandi uppákomum til tilbúinna mynd- og hljóðverka.
Áhersla er á stafrænar sviðslistir þ.m.t. leiksýningar og hljóðverk þar sem tölvutækni er notuð til að miðla verki eða hluta af verki.
Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning og þekkingu á starfi leiklistarkennara bæði fræðilega og verklega. Kynntar verðar nýjustu rannsóknir og fræðigreinar og verkefni unnin í tengslum við það.
Fyrirkomulag: Námskeiðið er kennt í nokkrum lotum.
Samskipti manns og tölvu (TÖL502M)
Kennt að jafnaði annað hvert ár.
Markmið námskeiðsins er að leyfa nemendum að kafa dýpra í einstaka afmarkaða þætti í samskiptum manns og tölvu heldur en gert er námskeiðinu Viðmótsforritun HBV201G sem er inngangsnámskeið í faginu. Þættirnir eru hönnun notendaviðmóta með frumgerðum, forritun snjalltækja og viðtaka notenda á hugbúnaðinum. Lögð verður áhersla á mismunandi tækni og tól til að gera frumgerðir. Áhersla er á hönnun notendaviðmóta og útfærsla þeirra í snjallsíma eða spjaldtölva (native). Þróunarferli miðast allt við að tryggja aðgengileika búnaðarins og viðtöku notenda. Nemendur vinna að litlum einstaklingsverkefnum en einnig að stærri verkefnum í hópum.
Fréttamennska 1: Fréttamat, fréttaöflun og fréttaskrif (BLF110F)
Grundvallarnámskeið í blaðamennsku. Markmið þess er að nemendur öðlist skilning á störfum blaðamanna og færni í fréttaöflun og skrifum og framsetningu frétta fyrir mismunandi miðla. Helstu hugtök og aðferðir við fréttaskrif eru kynnt; hvað er frétt, á hverju byggja fjölmiðlar fréttamat, hvernig er frétta aflað og hvernig þær eru uppbyggðar o.s.frv. Nemendur verða þjálfaðir í að skrifa markvissa fréttatexta og greinar á góðri íslensku og að nota orðbækur og önnur slík hjálpartæki. Jafnfram verður lögð áhersla á að kenna nemendum að nota samfélagsmiðla, bæði til þess að afla upplýsinga og miðla fréttum.
Námsmatið byggir alfarið á verkefnum sem unnin eru jafnt og þétt yfir önnina. Nemendur afla og skrifa fréttir sem birtar verða á fréttavef námsins og eftir atvikum í öðrum fjölmiðlum. Helstu fjölmiðlar landsins verða heimsóttir og nemendum fara í stutta starfskynningu.
Stafrænir miðlar (BLF314F)
Í námskeiðinu er sjónum beint að stafrænum miðlum með sérstaka áherslu á samfélagsmiðla. Litið verður á stafræna miðla í sögulegu samhengi og hvaða áhrif boðskiptamynstur þeirra hefur á fagaðila, neytendur og notendur. Í fyrri hluta námskeiðsins verða helstu kenningar útskýrðar og settar í samhengi við viðurkenndar aðferðir. Síðari hluti námskeiðsins byggir á dæmum sem sýna helstu einkenni stafrænna miðla. Má þar nefna samspil stafrænna miðla og fjölmiðla, regluverk og viðskiptamódel félagsmiðla, áhrif stafrænna miðla á einkalíf og opinbera umræðu, áhrifamátt og dreifingarhæfni félagsmiðla og hvernig þeir skilyrða þátttökumöguleika notenda.
Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)
Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.
Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)
Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.
Internetið og upplýsingaleitir (UPP215F)
Í námskeiðinu er lögð áhersla á að nemendur öðlist skilning á mikilvægi aðgangs að þekkingu og upplýsingum og þeir kynnist og geti beitt aðferðum við að meta þekkingar- og upplýsingalindir, einkum á rafrænu formi. Fjallað verður um notkun internetsins við upplýsingaleit og til samskipta t.d. með samfélagsmiðlum og farið í leitartækni og leitarvélar á internetinu. Enn fremur verður fjallað um mismunandi tegundir rafrænna heimildalinda á ólíkum fræðasviðum og gerð grein fyrir leitaraðferðum. Nemendur munu öðlast reynslu í rafrænni upplýsingaleit og þjálfun í að leiðbeina öðrum við leitir.
Stafræn viðskipti og markaðssetning (VIÐ195F)
Stafræna umhverfið er að gjörbreyta möguleikum í markaðssamskiptum og hvernig viðskipti eru stunduð. Stafræna tæknin hefur opnað óteljandi möguleika í markaðssetningu, framkvæmd viðskipta hefur tekið gríðarlegum breytingum og umtalsverð nýsköpun og þróun viðskiptalíkana hefur átt sér stað.
Í námskeiðinu verður farið yfir þróun og áhrif stafrænnar tækni á markaðsaðgerðir og viðskiptahætti, hvernig unnt er að nýta stafrænu tæknina til stuðnings við aðra leiðir í markaðssetningu og með hvaða hætti hún kemur til með að móta framtíðar markaðsstefnu í alþjóðlegu umhverfi. Sérstök áhersla er lögð á ný tækifæri í beinni markaðssetningu og til að auka tryggð viðskiptavina. Ennfremur verður rætt um tækifæri sem stafræna tæknin býður uppá til að bæta vinnuferla sem og að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri.
Nemendur munu öðlast skilning á hlutverki og mikilvægi stafrænnar markaðssetningar í ólíkri starfsemi, svo sem einkareknum fyrirtækjum, opinberri starfsemi og sjálfboðaliðasamtökum. Í námskeiðinu verður jafnframt fjallað um samtímamálefni eins og öryggi, hönnun vefsíða, greiningu á árangri í netviðskiptum og breyttan lífsstíl neytenda.
Mikil áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda í námskeiðinu. Hér er ekki um tæknilegt námskeið að ræða, heldur er áhersla lögð á að nemendur öðlist innsýn í að velja heppilegustu stafrænu tæknina og miðla til að auka samkeppnishæfni.
Stafræn og samfélagsleg nýsköpun (HMM241F)
Í námskeiðinu er fjallað um fjölbreyttar birtingamyndir nýsköpunar í menningu og miðlun, með áherslu á stafræna tækni. Áhersla verður lögð á starfsemi og stjórnun skipulagsheilda sem starfa í miðlun og skapandi greinum. Fjallað verður um hlutverk nýsköpunar og skapandi hagkerfi, samfélagslega nýsköpun og hvernig viðhalda á frumkvöðlanda í verkefnum. Tækifæri til hagnýtingar verða tekin til skoðunar og kynntar til sögunar aðferðir til að styðja við uppgötvun, greiningu og nýtingu slíkra tækifæra.
Miðlunarleiðir II: Munnleg framsetning, sýningar, stafræn miðlun (HMM242F)
Í Miðlunarleiðum II á vorönn er unnið með eftirfarandi miðlunarleiðir: a) munnleg framsetning og b) sýningar á menningarsögulegu efni. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti.
Nemendur fara yfir grunnatriði í munnlegri framsetningu og æfa sig í minni og stærri hópum. Einnig verður farið yfir grunnatriði varðandi skipulagingu á ráðstefnum og málþingum og stjórnun þeirra. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í kynningarhluta þessa viðfangsefnis. Við lok þess þáttar er haldin ráðstefna þar sem allir nemendur kynna verkefni sín. Að honum loknum tekur við þáttur um sýningar með tengingu við stafræna miðlun. Fjallað verður um grunnatriði sýninga og ólíkar leiðir við framsetningu mynda og texta og hvaða reglur gilda um framsetningu texta á netinu. Nemendur vinna við hagnýt verkefni í þessu samhengi. Samhliða verður farið yfir grunnatriði í stafrænni miðlun, hverjar eru helstu miðlunarleiðir, kostir og gallar.
Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:
- fyrirlestur á ráðstefnu og önnur verkefni í því samhengi
- Sýningagreining og hagnýtt verkefni í tengslum við sýningar á vegum Borgarsögusafns
- Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti. Áhersla er lögð á sameiginleg þemu og hópavinnu í námskeiðinu.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Menningarminjar, söfn og sýningar (HMM201F)
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur
Rætt er um ólíkar leiðir til að setja fram efni á sýningum. Skoðaðar eru ýmsar tegundir sýninga, rætt um ólíka hugmyndafræði á bak við þær og mismunandi vettvang þeirra. Jafnframt er hugað að helstu þáttum í starfsemi safna, leiðir þeirra til að miðla efni og aðferðafræðina sem byggt er á.
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, hópvinnu og umræðum.
Skapandi heimildamyndir (HMM220F)
Fjallað verður um helstu tegundir heimildamynda, aðferðir, þróun þeirra og tilgang.
Nemendur læra að skrifa handrit að stuttri heimildamynd og að hugsa allt ferli heimildamyndagerðar, frá grunnhugmynd að fullbúinni mynd, ástunda fagleg vinnubrögð og læra að skipuleggja tökur.
Nemendur ættu einnig að ná tökum á grunnatriðum í kvikmyndatöku og klippingu. Í því samhengi verður unnið eitt verkefni á síma til að ná tökum á tækniatriðum í klippi. Allir nemendur þurfa að skila að minnsta kosti einni fullbúinni stuttri heimildamynd, handriti og æfingaverkefni í klippi. Nemendur ræða nálgun og efnistök verkefna sinna við samnemendur og kennara.
Í námskeiðinu verða sýndar heimildamyndir, bæði brot úr þeim og í fullri lengd, þar sem rætt verður um hugmyndirnar bak við myndirnar, listrænar ákvarðanir, tilgang og siðfræði heimildamynda. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.
Tökur fara fram í mars og þurfa að vera búnar fyrir 30. mars, en þá hitta nemendur kennara í klippiherberginu í Odda.
Ekki er ætlast til að nemendur kaupi neinar bækur fyrir þetta námskeið en nauðsynlegt er að þeir hafi sjálfir flakkara til að geyma efnið sitt á og SD kort í myndavélar fyrir eigin upptökur. Einnig er mælt með að nemendur séu með góð heyrnatól.
Námskeiðið er kennt í lotum. Nemendur vinna að heimildamynd alla önnina og í lok annar verður frumsýning í Bíó Paradís.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Miðlun og menning (HMM240F)
Í námskeiðinu er menningarhugtakið teknar til gagnrýninnar skoðunar. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis því sem hlutverk, skilyrði og áhrif menningar í samtímanum eru vegin og metin. Markmiðið er að skapa samræðu fræðilegrar umræðu um menningararf, menningarstefnu og menningarlega sjálfbærni við praktísk úrlausnarefni sem tengjast miðlun menningar. Þannig er hugað að samspili menningarlífs við félagslegar, pólitískar og hagrænar aðstæður í sögu og samtíð og kannað hvernig þessir þættir bæði skilyrða og gera mögulega menningarmiðlun í samtímanum. Skoðað er hvernig menningararfur, hefðir, félagslegt minni, hugmyndir um upprunaleika og sjálfsmynd hafa áhrif á mótun og endursköpun menningar og hvernig nota má hugtök eins og „menningarlegt auðmagn“, „menningarlegt forræði“ og „orðræða um menningararf“ til að greina og skilja birtingarmyndir menningar.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Starfsþjálfun (HMM013F)
Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.
Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.
Starfsþjálfun (HMM014F)
Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.
Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.
Spunagreind og sköpun (HMM803F)
Í námskeiðinu verður fjallað um áhrif spunagreindar á tjáningu, ekki síst á sköpun. Kannað verður hvort og þá hvernig hægt sé að nota verkfæði gervigreindarinnar til að búa til efni á borð við texta, myndir, tónlist og myndbönd. Spurningum á borð hvað er sköpun, hvað er spunagreind, og er hægt að nota gervigreind til að skapa og búa til efni verður velt upp, ásamt siðferðilegum álitamálum og spurningum er varða höfundarrétt á því efni sem til verður með aðstoð spunagreindar. Jafnframt munu nemendur spreyta sig á að gera eigið efni með hjálp spunagreindar sem verður rýnt í tímum.
Ritstjórn og hönnun prentgripa (RÚT803F)
Námskeiðið felst í að skoða samstarf og verkaskiptingu milli ritstjóra og hönnuða við gerð og útgáfu prentgripa. Veitt verður innsýn í undirstöðuþætti leturfræði, grafískrar hönnunar og undirbúning fyrir prentun. Einnig verða helstu verkfæri hönnuða skoðuð með tilliti til ólíkra útgáfuverkefna. Farið verður yfir helstu kenningar um áhrif grafískrar hönnunar og leturfræði á læsileika og skilning á inntaki. Rætt verður um gæði, notagildi, fagurfræði og hagkvæmnisjónarmið í grafískri hönnun.
Nemendur flytja erindi og skila skriflegri greiningu á hönnunargrip/um að eigin vali og eru einnig hvattir til að taka virkan þátt í umræðum í tímum. Lokaverkefni námskeiðs felst í að skapa eigið útgáfuverkefni og miðla hugmyndum um ritstjórn þess í máli og myndum.
Vefstjórnun og upplýsingaarkitektúr (UPP110F)
Markmið námskeiðisins er að kynna nemendur fyrir upplýsingaarkitektúr ásamt nokkrum grunnþáttum vefstjórnunar. Í námskeiðinu verður farið nokkuð ítarlega í upplýsingaarkitektúr svo sem uppbyggingu veftrés, leiðakerfi, nafnakerfi, út frá hegðun og þörfum notenda. Einnig verður farið lauslega í aðra þætti vefstjórnunar eins og þarfagreiningu, notendaprófanir og aðgengi að vefjum.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.