Smáríkjafræði: Smáríki í alþjóðakerfinu - Viðbótardiplóma


Smáríkjafræði: Smáríki í alþjóðakerfinu
Viðbótardiplóma – 30 einingar
Í smáríkjafræði er fjallað um þau tækifæri sem smáríki í alþjóðasamfélaginu standa frammi fyrir og þá veikleika sem þau þurfa að vinna bug á. Sérstök áhersla er lögð á að greina stöðu smáríkja í Evrópu einkum með tilliti til Evrópusamrunans. Einnig er sérstaklega fjallað um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu sem og stöðu Íslands í Evrópu.
Skipulag náms
- Haust
- Kenningar í smáríkjafræðum: Tækifæri og áskoranir smáríkja í alþjóðasamfélaginu
- The Power Potential of Small States in the European Union
- Utanríkismál Íslands
- Verkefni: Smáríki í Evrópu: Áskoranir og tækifæri
- Arctic Politics in International Context
Kenningar í smáríkjafræðum: Tækifæri og áskoranir smáríkja í alþjóðasamfélaginu (STJ301M)
The aim of this course is to study the behavior and role of small states in Europe. The course deals with questions such as: What is a small state? Do small states behave differently from larger ones? And how influential are smaller states in international organizations? The course offers an introduction to the literature on the state, the international system and small-state studies. The main emphasis, however, is on the opportunities and constraints facing small states in Europe, i.e. how they are affected by and have responded to the process of European integration, globalization and other domestic and international challenges. Special attention is devoted to the Nordic states and their reactions to European integration. Another particular focus will be on Iceland's position - as a small state - in the international system: notably,. how Iceland is affected by and responding to the financial end economic crisis, and Iceland's approach to European integration.
The Power Potential of Small States in the European Union (STJ303M)
The aim of this course is to study the behavior of small states in the European Union (EU). The course deals with questions such as: How do small states work within the decision-making processes of the EU? Do small states behave differently from the large ones? To what extent are small states able to influence the day-to-day decision making of the Union; and have small states been able to influence new EU treaties? The main emphasis is on the power potential of small states within the EU, i.e. their potential influence within the Union. Their strength and weaknesses in a historical perspective, before and after the big enlargement and the Lisbon Treaty. Special attention will be paid to current affairs, the situation of the EU27 today, and on the utilization of soft power by the smaller states.
Utanríkismál Íslands (ASK103F)
Fjallað verður um íslensk utanríkismál og utanríkisstefnu á tímabilinu 1940 til 2018. Gerð verður grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á utanríkisstefnunni og reynt að meta hvaða þættir stýra utanríkisstefnunni. Leitast verður við að svara spurningunni hvers vegna og til hvers Ísland taki virkari þátt í alþjóðasamstarfi. Einnig verður fjallað um hvernig þjóðernishyggja hér á landi og alþjóðlegir atburðir eins og stríð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum hafa sett mark sitt á utanríkisstefnuna. Greint verður hvernig íslensk stjórnvöld hafa brugðist við alþjóðavæðingunni, Evrópusamrunanum, auknu hlutverki alþjóðastofnana, stefnu Bandaríkjanna í alþjóðamálum, endalokum kalda stríðsins og yfirstandandi efnahags- og fjármálakreppu. Fjallað verður um tvíhliða samskipti Ísland við nágrannaríkin og aukna þátttöku Íslands í starfi alþjóðastofnana. Til dæmis verður farið yfir samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin og þátttöku Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna. Einnig verður fjallað um stofnun og störf Íslensku friðargæslunnar sem og aukna áherslu stjórnvalda á störf að þróunarmálum og mannréttindamálum. Kastljósinu verður beint að þeim áskorunum sem smáríki eins og Ísland standa frammi fyrir og þeim tækifærum sem þeim standa til boða í alþjóðasamfélaginu. Notast verður við kenningar í alþjóðastjórnmálum og smáríkjafræðum til að greina og skýra utanríkisstefnu Íslands. Rætt verður um hvort íslenskir ráðamenn trúi því í vaxandi mæli að Ísland hafi hæfni og getu til að láta til sín taka innan alþjóðastofnana og hafi skyldum að gegna í alþjóðasamfélaginu.
Verkefni: Smáríki í Evrópu: Áskoranir og tækifæri (STJ312M)
Þetta námskeið byggir á Erasmus+ samstarfsverkefninu „Small States in Europe: Opportunities and Challenges“. Verkefnið, sem er leitt af Rannsóknasetri um smáríki við Háskóla Íslands, er samstarfsverkefni sex háskóla í Evrópu, sem eru ásamt Háskóla Íslands: Kaupmannahafnarháskóli, Háskólinn í Tallinn, Háskólinn í Vilnius, Háskólinn í St. Andrews og Háskólinn á Möltu.
Nemendur skrifa ritgerð um efni tengt eftirfarandi fjórum þemum (efni er valið í samráði við kennara):
Þema 1: Hlutverk smáríkja í Evrópusamrunanum
Þema 2: Góð stjórnsýsla, nýsköpun og frumkvöðlastarf í smáríkjum
Þema 3: Utanríkisstefna og áskoranir í öryggismálum í smáríkjum
Þema 4: Sjálfbær þróun í smáríkjum
Á vefsíðu Rannsóknaseturs um smáríki: http://ams.hi.is/en/erasmus/small-states-in-europe-online-courses/ finna nemendur fyrirlestra og lesefni tengt efni hvers þema fyrir sig. Í gegnum vefsíðuna geta nemendur haft samband við kennara innan allra sex samstarfsskólanna sem geta leiðbeint þeim í skrifunum en einnig geta nemendur nýtt Facebook-hóp sem stofnaður hefur verið innan samstarfsverkefninsins til þessa. Nemendur geta notað forrit eins og Trello eða lifandi streymi til þess að hafa samband sín á milli meðan unnið er að ritgerðum, geta séð að hverju aðrir nemendur eru að vinna eða unnið sameiginlega að ritgerðum kjósi þeir það.
Arctic Politics in International Context (ASK113F)
This course examines the aims, interests, opportunities, and challenges of states, non-state actors, regional fora, and international organizations in a changing Arctic region. With a focus on policy, politics, and current issues, it analyses the contemporary dilemmas posed by Arctic governance, cooperation, and imaginaries of the region.
Building on the fundamentals taught in ‘Introduction to Arctic Studies’, this course investigates the Arctic policies of the ‘Arctic Eight’ states, as well as states located outside the region. Five of the ‘Arctic Eight’ are Nordic small states, and so this angle is also considered. The role and achievements of other relevant entities such as the Arctic Council, the Arctic Coast Guard Forum, NATO, the EU, and the UN is also analyzed. The course has an international focus and provides an in-depth examination of the major political contours in today’s Arctic
Hafðu samband
Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 nemFVS@hi.is
Opið virka daga frá 09:00 - 15:00
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs
Fylgstu með Félagsvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.