Skip to main content

Öldrunarþjónusta - Viðbótardiplóma

Öldrunarþjónusta - Viðbótardiplóma

Félagsvísindasvið

Öldrunarþjónusta

Viðbótardiplóma – 30 einingar

Viðbótardiplómanám í öldrunarþjónustu er sjálfstætt þverfræðilegt nám að loknu BA-prófi eða sambærilegu háskólaprófi.

Námsleiðin er ætluð þeim sem starfa með öldruðum, svo sem: félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, iðjuþjálfum, læknum og sjúkraþjálfurum. Fjarnám að mestu eða hluta. 

Skipulag náms

X

Öldrunarfræði: Stefnumótun og þjónusta (ÖLD102F)

Markmið námskeiðsins er að kynna öldrunarfræði sem þverfaglega fræðigrein með aðaláherslu á félagslega öldrunarfræði. Hugmyndafræði fræðigreinarinnar, helstu rannsóknir og rannsóknaraðferðir verða kynntar. Fjallað verður um félagslega, sálræna og líffræðilega öldrun og áhrif þess að eldast á einstaklinga og umhverfi þeirra. Kynntar verða helstu kenningar öldrunarfræðinnar og fjallað um áhrif þeirra á stefnumótun í öldrunarþjónustu. Áhersla verður lögð á að dýpka þekkingu þátttakenda um málefni aldraðra með það að markmiði að gera þá hæfari til að vinna með öðrum starfsstéttum að velferðarmálum aldraðra.

Lotukennsla. Námskeiðið verður kennt í staðlotum. Skyldumæting er í staðlotur. 

X

Áhrifaþættir öldrunar: Umhverfi, félagstengsl og heilsufar (ÖLD201F)

Markmið námskeiðsins er að dýpka þekkingu þátttakenda í öldrunarfræðum (gerontology) og öldrunarlækningum (geriatri). Fjallað verður um það hvernig umhverfi, félagsleg tengsl og heilsufar hafa áhrif á vellíðan aldraðra. Rætt verður um þjónustu við aldraða almennt og einnig hópa aldraðra með sérþarfir. Mismunandi kenningar öldrunarfræða verða til umræðu og hvernig þær hafa áhrif á viðhorf og þjónustu við aldraðra. Rannsóknir innlendar og erlendar á sviðinu verða kynntar svo og rannsóknaraðferðir öldrunarfræðinnar. Fjallað verður um teymisvinnu í öldrunarþjónustu og áhersla lögð á að kynna starfsaðferðir mismunandi starfsstétta sem vinna að málefnum aldraðra.

Námskeiðið er kennt í staðlotum og fyrirlestrum. Mætingaskylda er í staðlotur. 

Gestafyrirlesarar á sérsviðum öldrunarfræða og öldrunarlækninga.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs

Fylgstu með Félagsvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.