Skip to main content

Máltækni

Máltækni

Hugvísindasvið

Máltækni

MA gráða – 120 einingar

Máltækni miðar að því að þróa búnað sem getur unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðla að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu.

Máltækni er þverfaglegt rannsóknar- og þróunarsvið sem spannar m.a. tölvunarfræði, málvísindi, gervigreind, tölfræði og sálfræði

Skipulag náms

X

Lokaverkefni (MLT401L)

Lokaverkefni

X

Trjábankar (MLT302F)

Í þessu námskeiði verður fjallað um setningafræðilega greindar málheildir eins og íslenska trjábankann, IcePaHC. Meðal annars verður fjallað um mismunandi tegundir trjábanka, þróun nýrra trjábanka og notkun trjábanka í máltækni og fræðilegri setningafræði. Megindlegar aðferðir í setningafræði verða kynntar í samhengi við sögulega setningafræði, samtímalegan breytileika og kenningar um samspil máltöku, málkunnáttu og málbreytinga. Nemendur munu þar að auki fá þjálfun í að nota hugbúnað sem hannaður er fyrir þróun trjábanka, leit í trjábanka og úrvinnslu á niðurstöðum og þeir munu gera tilraunir með vélræna greiningu á setningafræðilegum eiginleikum texta. Námskeiðið nýtist bæði nemendum í máltækni og málvísindum.

X

Íslenskt málkerfi og máltækni (MLT301F)

Námskeiðið er ætlað máltækninemum sem ekki hafa málfræðibakgrunn. Tilgangur þess er að gefa yfirlit um helstu einkenni íslensks málkerfis, einkum þau sem huga þarf sérstaklega að við vélræna greiningu. Helstu viðfangsefnin verða íslenskt hljóðkerfi og hljóðritun (IPA og SAMPA); íslenskt beygingarkerfi og orðmyndun með sérstakri áherslu á málfræðilega mörkun og markamengi; og íslensk setningagerð með áherslu á þáttun, bæði liðgerðarvensl (phrase structure) og hæðisvensl (dependency).

X

Forritun í máltækni (MLT701F)

Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað meistaranemum í máltækni sem taka námið við Íslensku- og menningardeild HÍ, hafa bakgrunn í málvísindum en lítinn sem engan í tölvunarfræði. Þetta námskeið taka þeir í flestum tilvikum samhliða námskeiðinu Tölvunarfræði 1a. Hafi einhver með annars konar bakgrunn áhuga á námskeiðinu er þó sjálfsagt að hafa samband við kennara fyrir frekari upplýsingar.

Tilgangur þessa námskeiðs er að styðja við nemendur á fyrstu stigum forritunar, aðstoða þá við að ná tökum á grunnþáttum hennar og veita þeim þjálfun í að leysa einföld en fjölbreytt máltækniverkefni í forritunarmálinu Python. Að auki kynnast nemendur málvinnslutólinu NLTK (Natural Language Toolkit) sem þeir munu jafnframt nota frekar í námskeiðum um málvinnslu.

X

Tölvunarfræði 1a (TÖL105G)

Einingar til BS-prófs gilda aðeins fyrir annaðhvort TÖL101G Tölvunarfræði 1 eða TÖL105G Tölvunarfræði 1a.

Forritun í Python (sniðið að verkfræðilegum og raunvísindalegum útreikningum): Helstu skipanir og setningar (útreikningur, stýri-setningar, innlestur og útskrift), skilgreining og inning falla, gagnatög (tölur, fylki, strengir, rökgildi, færslur), aðgerðir og innbyggð föll, vigur- og fylkjareikningur, skráavinnsla, tölfræðileg úrvinnsla, myndvinnsla. Hlutbundin forritun: klasar, hlutir, smiðir og aðferðir. Hugtök tengd hönnun og smíði tölvukerfa: Forritunarumhverfi, vinnubrögð við forritun, gerð falla- og undirforritasafna og tilheyrandi skjölun, villuleit og prófun forrita.

X

Lokaverkefni (MLT401L)

Lokaverkefni

X

Nafnaeinræðing (MLT805F)

Í þessu námskeiði verður fjallað um sjálfvirka nafnaeinræðingu (named entity linking/disambiguation). Með því er átt við það ferli innan máltækni þegar sérnöfn sem koma fyrir í texta eru fundin og tengd tilvísun í rétta og raunverulega einingu í þekkingargrunni á borð við WikiData og/eða í þar til gerðu þekkingarneti. Einræðingin felur í sér að tölvan ræður út frá samhengi við hvað/hvern er átt, jafnvel þegar um margræðar einingar er að ræða (er t.d. Jón Sigurðsson pólitíkus, tónlistarmaður eða fyrrverandi Seðlabankastjóri?). Einræðing nefndra hluta opnar dyrnar meðal annars fyrir markvissari og árangursríkari notkun leitarvéla, auðveldari samskipti manns og tölvu og árangursríkara upplýsingaflæði á milli ólíkra kerfa. Framfarir á þessu sviði eru í stöðugri mótun og hafa haldist í hendur við framfarir í þróun tauganeta.

X

Sjálfvirk málfarsráðgjöf (MLT801F)

Í þessu námskeiði verður fjallað um málfarsráðgjöf í samhengi við máltækni. Meðal annars verður fjallað um helstu atriði sem leiðrétt eru í prófarkalestri á íslenskum texta og ýmis álitamál í tengslum við það hvað telst vera góð málnotkun. Nemendur fá kynningu á þeim íslensku málföngum sem til eru fyrir málfarsráðgjöf og hvernig þau nýtast við hugbúnaðarþróun og rannsóknir, sem og hvernig útfæra má reglur fyrir leiðréttingarhugbúnað til að benda á tiltekin málfarsatriði. Þá verður einnig fjallað um hvernig vélrænt nám er notað til að þróa leiðréttingarhugbúnað, með áherslu á djúp tauganet og framfarir í málrýni með notkun stórra mállíkana. Námskeiðið nýtist nemendum í málvísindum, gervigreind og máltækni, og krefst ekki þekkingar á tauganetum eða forritun.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli og þjónustuborð Háskólans á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.