Farsæld barna - Viðbótardiplóma


Farsæld barna
Viðbótardiplóma – 30 einingar
Diplómanám um farsæld barna er sett á stofn til að styðja við innleiðingu nýrrar löggjafar um samþætta þjónustu við börn. Markmið námsleiðarinnar er að koma til móts við þarfir fólks, sem veitir börnum og fjölskyldum þeirra þjónustu, fyrir sérhæfða þekkingu á málefnum barna, þjónustu við þau með áherslu á börn sem þátttakendur, þverfaglegt samstarf, teymisvinnu og málastjórn.
Skipulag náms
- Heilsársnámskeið
- Samþætt þjónusta við börn: Löggjöf um farsæld
- Haust
- Börn og farsæld: Réttindi barna og þátttaka þeirra
- Vor
- Tengiliðir og þverfaglegt samstarf: Nýtt vinnulag í þágu barna
Samþætt þjónusta við börn: Löggjöf um farsæld (FRG240F)
Námskeiðið veitir grundvallarþekkingu á löggjöf sem varðar þjónustu við börn með sérstakri áherslu á lög um samþætta þjónustu við börn í þágu farsældar barna, barnasáttmála og alþjóðlegar skuldbindingar á sviði barnaréttar. Þá verður fjallað um hvernig löggjöfin leggur áherslu á fyrsta stigs þjónustu við börn og hvernig koma megi í veg fyrir aðstæður sem ógna farsæld barna. Í fyrri hluta námskeiðsins er einblínt á að nemendur öðlist þekkingu og skilning á löggjöfinni en í seinni hluta námskeiðs er lögð áhersla á beitingu þekkingar og vinnu með raunhæf dæmi af vettvangi (tilvik). Einnig verður fjallað um matsrannsóknir og hvernig meta megi hvort markmiðum löggjafar er náð, m.a. með áherslu á aðferðir kostnaðar og nytjagreininga.
Börn og farsæld: Réttindi barna og þátttaka þeirra (FRG128F)
Í námskeiðinu er áhersla á að veita grundvallarþekkingu á bernskufræðum og í því samhengi rætt um barnamiðaða nálgun, með sérstakri áherslu á börn í viðkvæmri stöðu. Fjallað verður um hagsmuni barna, verndandi þætti og hættur sem ógna farsæld barna. Áhersla er lögð á að fjalla um hvernig fyrsta stigs þjónusta við börn skapar tækifæri til að grípa fyrr inn í aðstæður og koma í veg fyrir aðstæður sem ógna farsæld barna. Rædd verða hagnýt dæmi þar sem nemendur fá innsýn í að beita gagnreyndu vinnulagi við ákvarðanatöku.
Tengiliðir og þverfaglegt samstarf: Nýtt vinnulag í þágu barna (FRG238F)
Í námskeiðinu er lögð áhersla á grundvallarþekkingu á samvinnu og þverfaglegri teymisvinnu innan og utan stofnana. Fjallað verður um hvað felst í samþættingu þjónustu og hlutverki tengiliða. Nemendur fá tækifæri til að rýna og greina styrkleika sína og hindranir á þessu sviði. Auk þess er lögð áhersla á að nemendur læri að tileinka sér og nýta endurgjöf til faglegs þroska í samvinnu og teymisvinnu. Fjallað verður um félagslegar fjárfestingar, sjálfbærni og heimsmarkmið með áherslu á aðferðir kostnaðar- og nytjagreininga.
Hafðu samband
Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 nemFVS@hi.is
Opið virka daga frá 09:00 - 15:00
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs
Fylgstu með Félagsvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.