Áfengis- og vímuefnamál - Viðbótardiplóma


Áfengis- og vímuefnamál (ekki tekið inn í námið 2023-2024)
Viðbótardiplóma – 30 einingar
Markmið námsleiðarinnar er að koma til móts við þörf fyrir sérhæfða þekkingu og færni á sviði áfengis- og vímuefnamála. Nemendur fá fræðilega og hagnýta þekkingu um málefni áfengis- og vímuefnasjúkra og áhrif vímuefnasýki á aðra fjölskyldumeðlimi og fjölskyldukerfi.
Skipulag náms
- Haust
- Áfengis- og vímuefnamál I: Stefnumótun, þverfagleg nálgun og skilgreiningarE
- Vor
- Áfengis- og vímuefnamál II: Meðferðarlíkön, forvarnir og vinnulag með einstaklingum með áfengis- og vímuefnaröskuntaklingum með áfengis- og vímefnaröskunE
- Aðferðir í fjölskyldumeðferðarvinnu einstaklinga með áfengis- og vímuefnaröskunE
Áfengis- og vímuefnamál I: Stefnumótun, þverfagleg nálgun og skilgreiningar (FRG119F)
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á félagslegum, sálfræðilegum og læknisfræðilegum þáttum áfengis- og vímuefnaneyslu og þróun vímuefnaröskunar. Fjallað verður um skimun og greiningarlíkön, einkenni vímuefnaröskunar og samanburður verður gerður á samfélagslegum og menningarlegum þáttum áfengis og vímuefnaneyslu. Gerð verður grein fyrir hlutverki stefnumótunar og löggjafar um mismunandi meðferðarúrræði og forvarnir í þverfaglegu samstarfi og hvernig áfengis- og vímuefnaröskun getur þróast á mismunandi hátt hjá ólíkum hópum.
Námskeiðið verður kennt í staðlotum. Skyldumæting er í lotur.
Áfengis- og vímuefnamál II: Meðferðarlíkön, forvarnir og vinnulag með einstaklingum með áfengis- og vímuefnaröskuntaklingum með áfengis- og vímefnaröskun (FRG228F)
Markmið námskeiðsins er að gera grein fyrir áfengis- og vímuefnamálum sem þverfaglegri fræðigrein og að nemendur öðlist þekkingu á hvernig nota má gagnreyndar aðferðir við meðferð ólíkra hópa. Fjallað verður um helstu einkenni vímuefnaröskunar, bataferli vímuefnasjúkra, og fallþróun. Áhersla verður lögð á að dýpka þekkingu nemenda um málefni fólks með vímuefnaröskun með það að markmiði að gera þá hæfari til að vinna með öðrum starfsstéttum að velferðarmálum þessa hóps.
Námskeiðið verður kennt í lotum, nánar tiltekið tvo samfellda daga í þrjú skipti yfir misserið. Skyldumæting er í lotur.
Aðferðir í fjölskyldumeðferðarvinnu einstaklinga með áfengis- og vímuefnaröskun (FRG231F)
Markmið námskeiðsins er að fjalla um þau áhrif sem áfengis- og vímuefnaröskun einstaklings í fjölskyldum getur haft á aðra fjölskyldumeðlimi og fjölskyldukerfi. Kynntar eru helstu rannsóknir, kenningar og aðferðir í fjölskyldumeðferðarnálgunum og meðferðarvinnu með einstaklingum og fjölskyldum sem búa við áfengis- og vímuefnaröskun. Fjallað er um tengsl milli áfengis- og vímuefnaneyslu og heimilis ofbeldis, streitutengdra andlegra og líkamlegra sjúkdóma aðstandenda.
Námskeiðið verður kennt í lotum. Skyldumæting er í lotur.
Hafðu samband
Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 nemFVS@hi.is
Opið virka daga frá 09:00 - 15:00
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs
Fylgstu með Félagsvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.