Skip to main content

Doktorsvörn Ólafs Ísleifssonar

Ólafur Ísleifsson varði doktorsritgerð sína um íslenska lífeyriskerfið, The Icelandic Pension System, föstudaginn 17. maí 2013.

Vörnin fór fram í Hátíðasal Háskóla Íslands, andmælendur voru dr. Casper van Ewijk, prófessor við háskólann í Amsterdam, og dr. Edward Palmer, prófessor við Uppsalaháskóla. Dr. Tór Einarsson, prófessor og deildarforseti Hagfræðideildar, stjórnaði athöfinni.

Doktorsritgerð Ólafs fjallar um lífeyriskerfið á Íslandi. Fjallað er um upphaf lífeyrissjóðanna og þætti sem áhrif hafa haft á þróun þeirra, grafist er fyrir um sviptingar í fjárhagsmálefnum sjóðanna og rætur þeirra greindar. Áhersla er lögð á margvíslega áhættu vegna fjárhagslegra og lýðfræðilegra þátta sem steðja að lífeyrissjóðunum á komandi tímum. Sett er fram reiknilíkan sem gerir kleift að meta töluleg áhrif breytinga á þessum þáttum. Leiðbeinandi var dr. Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands, og sátu ásamt honum í doktorsnefnd dr. Lans Bovenberg, prófessor við háskólann í Tilburg í Hollandi, og dr. Sverrir Ólafsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík.

Ólafur Ísleifsson er fæddur 10. febrúar 1955 í Reykjavík. Hann lauk BS-prófi í stærðfræði frá Háskóla Íslands 1978 og M.Sc.-prófi í hagfræði frá London School of Economics and Political Science 1980. Ólafur er lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og hefur kennt við skólann frá 2003. Áður var hann framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Seðlabanka Íslands, sat í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkja og var sérfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun. Ólafur var efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar og hefur setið í samkeppnisráði, bankaráði Íslandsbanka, verið formaður stjórnar eignarhaldsfélags Íslandsbanka og formaður stjórnar stofnunar Sigurðar Nordals. Ólafur á einn son barna, Pál Ágúst.