Skip to main content

Vinnustofa fyrir tungumálakennara: Íslenska sem annað mál. Áskoranir, vegsemd og vandi

Vinnustofa fyrir tungumálakennara: Íslenska sem annað mál. Áskoranir, vegsemd og vandi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. apríl 2023 10:00 til 11:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 107

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Vinnustofa fyrir tungumálakennara verður haldin í Veröld - húsi Vigdísar, stofu 107, laugardaginn 1. apríl kl. 10:00-11.30. Gígja Svavarsdóttir flytur erindi sem nefnist „Íslenska sem annað mál. Áskoranir, vegsemd og vandi.“

Boðið er upp á kaffi og kleinur í lok dagskrár. Vinnustofan er opin öllum.

Í vinnustofunni er fjallað um áskoranir þeirra sem sinna kennslu í íslensku sem öðru máli auk þeirra sem námið stunda - því um annan hópinn verður varla fjallað án hins. Á þessum vettvangi blasa við aðkallandi áskoranir, vegsemd og vandi. Réttara sagt, miklar áskoranir, oft mikil vegsemd en líka mikill vandi.

Gígja mun ræða nám og kennslu íslensku sem annars máls m.a. út frá reynslu okkar í Dósaverksmiðjunni. Hún horfir til reynslu kennara og þess hversu nemendahópurinn er fjölbreyttur og þarf marvíslega þjónustu. Þjónustu sem miðast við þarfir hvers og eins og er við hæfi. Um krefjandi viðfangsefni er að ræða og mikilvægt að vera skapandi í leit að lausnum. Í umræðum er skipst á skoðunum um hvar þarf að bæta í, hvar þarf meiri samvinnu fræðsluaðila - með það að markmiði að nemendahópurinn fái alltaf bestu hugsanlegu þjónustu og menntun við hæfi.

Gígja Svavarsdóttir.

Vinnustofa fyrir tungumálakennara: Íslenska sem annað mál. Áskoranir, vegsemd og vandi