Skip to main content

Tómstundadagurinn: Frístundastarf og farsæld barna

Tómstundadagurinn: Frístundastarf og farsæld barna - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. október 2023 8:45 til 12:00
Hvar 

Hitt húsið

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Tómstundadagurinn í ár verður haldinn í Hinu húsinu í Reykjavík, föstudaginn 13. október kl. 8.45-12.00.

Skráning fer fram hér: 
https://forms.office.com/e/uHBw8DDGBL

Tómstundadagurinn er fyrir öll sem starfa á vettvangi frítímans, hvort sem það er innan sveitarfélaganna eða í frjálsum félagasamtökum.

Á dagskrá eru erindi sem öll tengjast frístundastarfi og farsæld barna:

  • Óttarr Proppé, verkefnastjóri í mennta- og barnamálaráðuneytinu í málefnum barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn ætlar að segja okkur frá vinnu sem tengist frístundastarfi og farsæld barna.
  • Amanda Karima Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar í Kópavogi ætlar að segja okkur frá verkefninu Velkomin í Kópavog! Ungmenni úr Kópavogi verða með henni og segja frá sinni reynslu.
  • Arnar Helgi Magnússon, tómstunda- og félagsmálafræðingur hjá velferðarþjónustu Árborgar ætlar að fjalla um farsæld barna í samstarfi félagsmiðstöðvar og barnaverndar.
  • Steingerður Kristjánsdóttir, aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands mun segja frá rannsókn sinni og Kolbrúnar Þ. Pálsdóttur um fagmennsku í frístundaheimilum og tengslum farsældar og fagmennsku.

Á Tómstundadeginum verður einnig hafinn formlegur undirbúningur að nýjum samtökum frístundaheimila.

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur og tómstundafulltrúi í Reykhólahreppi ætlar að setja Tómstundadaginn og beina sjónum sínum að mikilvægi frístundastarfs fyrir farsæld barna í hinum dreifðu byggðum.

Ingimar Guðmundsson, tómstunda- og félagsmálafræðingur og forstöðumaður Bungubrekku í Hveragerði mun slíta Tómstundadeginum og kynna undirbúningshóp að stofnun nýrra samtaka frístundaheimila.

Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundasviðs Reykjavíkurborgar stýrir Tómstundadeginum. 

Að loknum erindum verður létt snarl og þátttakendur fá tækifæri til að ræða áskoranir og möguleika í frístundastarfi í tengslum við farsæld barna.

Tómstundadagurinn er fyrir öll sem starfa á vettvangi frítímans, hvort sem það er innan sveitarfélaganna eða í frjálsum félagasamtökum. Á dagskrá eru erindi sem öll tengjast frístundastarfi og farsæld barna, erindi flytja: Óttarr Proppé, verkefnastjóri í mennta- og barnamálaráðuneytinu í málefnum barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn Amanda Karima Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar í Kópavogi Arnar Helgi Magnússon, tómstunda- og félagsmálafræðingur hjá velferðarþjónustu Árborgar  Steingerður Kristjánsdóttir, aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur og tómstundafulltrúi í Reykhólahreppi  Ingimar Guðmundsson, tómstunda- og félagsmálafræðingur og forstöðumaður Bungubrekku í Hveragerði. Á Tómstundadeginum verður einnig hafinn formlegur undirbúningur að nýjum samtökum frístundaheimila.

Frístundastarf og farsæld barna