Skip to main content

Stéttaskipting í íslensku málsamfélagi

Stéttaskipting í íslensku málsamfélagi  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. febrúar 2023 10:00 til 11:30
Hvar 

Askja

N-131

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Háskólafélag Amnesty International standa fyrir málstofu um valdaójafnvægið sem ríkir í íslensku málsamfélagi þegar kemur að íslensku sem öðru máli. Birtingarmyndir stéttaskiptingar þegar kemur að íslenskukunnáttu fólks af erlendum uppruna verða tekin fyrir sem og kennslu íslensku sem annars máls og lélegs aðgengis að því. Nichole Leigh Mosty, Eiríkur Rögnvaldsson og Chanel Björk Sturludóttir halda stutt erindi og taka þátt pallborðsumræðum.

Dagskrá:

Nichole Leigh Mosty (hún) er innflytjandi frá Bandaríkjunum sem mun tala um sína reynslu af íslensku og hvernig samfélagið tekur á móti fólki sem kann litla eða enga íslensku. Einnig fyrstu skrefin sem fólk tekur inni í íslenskt samfélag og gæði á námi sem er í boði hér á landi. Einnig ræðir hún mótlætið og erfiðleikana sem bætast við vegna mismunandi stigs á íslenskukunnáttu. Hún er fyrrum þingkona og er nú forstöðumaður Fjölmenningassetursins.

Eiríkur Rögnvaldsson (hann) er prófessor emeritus í íslenskri málfræði og hefur fjallað um íslenskt mál og málnotkun, m.a. um íslenskukennslu innflytjenda. Hann mun fjalla um mikilvægi þess að útlendingar sem setjast að á Íslandi læri íslensku, bæði fyrir fólkið sjálft og fyrir íslenskt samfélag. Einnig mun hann fjalla um viðhorf Íslendinga til erlends hreims og „ófullkominnar“ íslensku og nauðsyn þess að auka umburðarlyndi á því sviði.

Chanel Björk Sturludóttir (hún) er baráttukona fyrir jafnrétti þeirra sem eru af erlendum uppruna á Íslandi. Hún ætlar að fjalla um hindranir í vegi kvenna af erlendum uppruna þegar kemur að íslenskukunnáttu og íslenskukennslu . Hún vinnur sem framleiðindi og sér um útvarpsþættina Íslenska mannflóran á Rás 1 auk þess að vera ein af stofnendum samtakanna Hennar Rödd.

allborðsumræður um valdaójafnvægið sem ríkir í íslensku málsamfélagi þegar kemur að íslensku sem öðru máli.

Hægt er að panta táknmálstúlkun á viðburði Jafnréttisdaga með tölvupósti á adstodarmenn@hi.is.

Jafnréttisdagar 2023

Stéttaskipting í íslensku málsamfélagi