Skip to main content

Stafrænn ójöfnuður: Er hægt að brúa bilið?

Stafrænn ójöfnuður: Er hægt að brúa bilið? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. maí 2022 12:00 til 13:00
Hvar 

Oddi

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesari: Minna van Gerven prófessor við háskólann í Tampere

Stafræn samskipti, gervigreind og ný tækni eins og sjálfvirknivæðing og róbótatækni (e. internet of things (IoT)), hafa orðið mótandi áhrif á þróun evrópsku velferðarríkjanna, hvernig þeim er stjórnað og hvers konar þjónusta er veitt. Ný tækni getur opnað á nýja sýn og nýja möguleika til að mæta samfélagslegum áhættuþáttum og til að gera stjórnsýsluna hraðari og hagkvæmari.

Jafnframt geta tæknibreytingar breikkað bil og ýtt undir átök, svo sem átök milli vinnuafls og fjármagns og aðgreiningu eftir menntunarstigi.
Slík átök geta síðan leitt til nýrra samfélagslegra vandamála og jaðarhópa.

Í þessum fyrirlestri á vegum Félagsráðgjafardeildar verður fjallað um hvort tæknibreytingar sem nútímavæðingarferli innan velferðarríkja geta ýtt undir ójöfnuð. Athygli er beint að stjórnmálum og stefnumiðum stafrænna velferðarríkja og því hvort þau geta skapað stafræna gjá og viðhaldið bæði sýnilegum og ósýnilegum ójöfnuði.

Hægt er að fylgjast með fundinum á Zoom hér.

Minna van Gerven prófessor við háskólann í Tampere

Stafrænn ójöfnuður: Er hægt að brúa bilið?