Skip to main content

Skyldur Íslands í loftslagsmálum 

Skyldur Íslands í loftslagsmálum  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. nóvember 2021 15:00 til 17:00
Hvar 

Lögberg

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Siðfræðistofnun Háskóla Íslands stendur fyrir opnum fyrirlestri um siðfræði og loftslagsmál, föstudaginn 26. nóvember, kl. 15:00-17:00. (Hægt verður að fylgjast með fyrirlestrinum í streymi með því að smella hér).

Hlynur Orri Stefánsson mun ræða hvernig meta eigi siðferðilegar skyldur Íslands í loftslagsmálum og færir meðal annars rök fyrir því að hin almenna siðferðisskylda um að skaða ekki aðra veiti Íslendingum ástæðu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, enda benda nýlegir útreikningar til að árleg losun Íslands muni valda um þúsund dauðsföllum (flestum í fátækari löndum) fram til ársins 2100. Að fyrirlestri loknum verða pallborðsumræður um efnið. 

Hlynur Orri Stefánsson er dósent í hagnýtri heimspeki við Stokkhólmsháskóla og ráðgjafi í loftslagsmálum við Institutet för framtidsstudier í Stokkhólmi. 

Stund og staður: föstudagur 26. nóvember, kl. 15:00 – 17:00, stofa 101 í Lögbergi.

Hlynur Orri Stefánsson

Skyldur Íslands í loftslagsmálum