Skip to main content

Nýjar rannsóknir í fornleifafræði: Víkindaaldarsverð í nærmynd

Nýjar rannsóknir í fornleifafræði: Víkindaaldarsverð í nærmynd - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
19. febrúar 2020 12:00 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Stofa 052

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Marjatta Ísberg flytur fyrirlesturinn „Víkingaaldarsverð í nærmynd: Íslensk víkingaldarsverð, gerð þeirra og uppruni“ í stofu 052 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands þann 19. febrúar kl. 12:00. 

Erindið er hluti af fyrirlestraröð Félags fornleifafræðinga og Háskóla Íslands sem nefnist Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafræði. 

Erindið byggir á M.A.-ritgerð Marjöttu í miðaldafræði. Víkingaaldarsverð eru almennt flokkuð niður eftir gerðum og byggir gerðfræðileg greining sverðanna á gerðfræðiflokkunarkerfi (typology) Jan Petersens, frá árinu 1919. Undanfarin hefur aðferðin verið gagnrýnd og hefur meðal annars verið bent á að í raun eru gerðirnar ekki eins margar og hvað Petersen taldi.

Í þessari rannsókn var öllum fáanlegum upplýsingum um íslensk víkingaaldarsverð safnað saman og þær bornar saman við lýsingar Petersens og athugað hvort fyrri greiningar á þeim stæðist í ljósi framkominnar gagnrýni. Enn fremur var athugað hvort samsvörun væri á milli fjölda mismunandi gerða í Noregi og á Íslandi.

Marjatta er með M.Phil. í norrænum fræðum frá Háskólanum í Helsinki og var að ljúka MA prófi í miðaldafræði við Háskóla Íslands.

Marjatta Ísberg

Nýjar rannsóknir í fornleifafræði: Víkindaaldarsverð í nærmynd