Skip to main content

Nýjar rannsóknir í fornleifafræði: Bessastaðir og Lambhús

Nýjar rannsóknir í fornleifafræði: Bessastaðir og Lambhús - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. febrúar 2019 12:00 til 13:00
Hvar 

Þjóðminjasafn

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ragnheiður Traustadóttir flytur fyrirlesturinn Bessastaðir og Lambhús. Fornleifarannsókn haustið 2018, í fyrirlestraröðinni Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafræði.

    Fyrirlesturinn verður haldinn í sal Þjóðminjasafns Íslands miðvikudaginn 13. febrúar kl. 12-13.

    Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafræð er fyrirlestraröð Félags fornleifafræðinga, námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafns Íslands.

    Um fyrirlesturinn

    Miklar mannvistarleifar frá ýmsum tímum komu í ljós norðan við
    heimreiðina að Bessastöðum og á túni Lambhúsa haustið 2018 þegar þar fór fram fornleifarannsókn vegna vegagerðar. Minjarnar virðast spanna allt frá 10. öld fram á fyrri hluta 19. aldar, leifar af húsum, eldstæðum, ofnum og soðholum frá landnámstíma og miðöldum. Meðal annars fannst húsgrunnur af timburhúsi sem kann að vera leifar af hinu sögufræga stjörnuathugunarhúsi við Lambhús.

    Næstu fyrirlestrar í röðinni

    • 20. febrúar. Guðrún Alda Gísladóttir og Mjöll Snæsdóttir
      Kambar.
    • 27. febrúar. Birna Lárusdóttir og Howell Magnus Roberts
      Ólafsdalur: Uppgröftur, landslag og framtíðarsýn
    • 6. mars. Sólveig Beck. Handkvarnir og hagleikur: Viðtaka nýjunga í íslensku bændasamfélagi í lok 18.aldar.
    • 13. mars. Hildur Gestsdóttir. Ísótóparannsóknir á Ingiríðarstöðum.
    • 20. mars. Sólrún Inga Traustadóttir. Fornar rætur Árbæjar. Framvinda rannsóknar í Árbæ, Reykjavík.
    • 27. mars. Ragnheiður Gló Gylfadóttir. Þjórsárdalur. Skráning fornminja úr lofti.
    • 3. apríl. Lísabet Guðmundsdóttir. Viðarnýting norrænna manna á Grænlandi.
    • 10. apríl. Kristborg Þórsdóttir. Oddarannsóknin: Fundinn manngerður hellir frá 10. öld í Odda á Rangárvöllum.
    • 24. apríl. Angelos Parigoris. „Forgive them, for they know not what they do“. Some notes on the alternative uses of books, and the decolonization of Icelandic manuscripts.
    • 8. maí. Ágústa Edwald Maxwell. Mjólk í mat og ull í fat. Verkmenning kvenna á seinni hluta 19. aldar.
    • 15. maí. Elin Sundman. The perfect body: A case study of clerical masculinites and male bodies in late medieval Iceland.

    Ragnheiður Traustadóttir.

    Nýjar rannsóknir í fornleifafræði: Bessastaðir og Lambhús