Skip to main content

Kynningarfundir nýnema á Menntavísindasviði

Kynningarfundir nýnema á Menntavísindasviði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. ágúst 2021 10:00 til 27. ágúst 2021 10:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Menntavísindasvið Háskóla Íslands býður nýnemum á kynningarfundi námsbrauta dagana 23. ágúst til 27. ágúst í húsnæði sviðsins í Stakkahlíð. 

Sameiginleg kynning fyrir alla nýnema Menntavísindasviðs er að finna á þessu myndbandi. Þar koma fram mikilvægar almennar upplýsingar um tilhögun námsins, nemendaþjónustu, félagslífið og fleira:

Fundirnir eru eftirfarandi:

Mánudaginn 23. ágúst
Kl. 10:00 í Bratta — Þroskaþjálfafræði (Netfundur síðar í stað streymis)
Kl. 10:50 í Skriðu — Íþrótta- og heilsufræði
Kl. 12:00 í Bratta — Leikskólakennarafræði
Kl. 12:30 í Skriðu — Grunnskólakennsla (faggreinar ásamt heilsueflingu og heimilisfræði) Horfa má á upptöku með kynningunni hér
Kl. 12:30 í Bratta — Grunnskólakennsla yngri barna

Þriðjudagur 24. ágúst
Kl. 10:00 í stofu H-201 — Tómstunda- og félagsmálafræði Streymishlekkur

Miðvikudagur 25. ágúst
Kl. 10:00 í stofu E-301 — Uppeldis- og menntunarfræði Streymishlekkur

Föstudagur 27. ágúst
Kl. 9:00 í stofu H-201 — Kennslufræði fyrir iðnmeistara

Háskóli Íslands leggur höfuðáherslu á einstaklingsbundnar sóttvarnir, s.s. nándarmörk, handþvott og sótthreinsun.

Einnig verður hægt að fylgjast með fundunum í streymi (hlekkir birtir þegar nær dregur).

Kennsla hefst í flestum námsgreinum að loknum kynningarfundi.

Allar nánari upplýsingar á https://bit.ly/2UzqWgl