Skip to main content

Miðbiksmat í jarðvísindum - Ahmed Hamdi Abdrabou Moghazi

Miðbiksmat í jarðvísindum - Ahmed Hamdi Abdrabou Moghazi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. október 2022 13:00 til 14:00
Hvar 

Askja

Fundarherbergi Jarðvísindastofnunar, 3. hæð

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestur á Zoom

Heiti ritgerðar: Umhverfi og loftslag í Nihewan lægðinni, Norðaustur-Kína, snemma á ísöld (Early Pleistocene environment and climate of the Nihewan Basin, NE China)

Doktorsefni: Ahmed Hamdi Abdrabou Moghazi

Doktorsnefnd: Steffen Mischke, prófessor við Jarðvísindadeild HÍ
Ívar Örn Benediktsson, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans
Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofu Íslands

Ágrip
Nihewan lægðin í norðaustur-Kína er þriðja elsta búsvæði mannættar, sem vitað er um með vissu utan Afríku. Elstu smíðisgripirnir höfðu grafist í fínkorna siltlög og bera vott um ævaforna mannvist fyrir 1,7 – 1,6 milljón árum síðan. Þrír nýir skurði, 1,5 m breiðir, hafa verið grafnir við fundarstað smíðisgripa í Dachangliang af fornleifafræðingnum Dr. Hailong Zhao (Hebei Normal University, Shijiazhuang, Kína) og umsækjandanum. Í þessum nýju sniðum sjást 112,5 m þykk setlög, og þarna gefst stórkostlegt tækifæri til að rannsaka setmyndunarsögu lægðarinnar mun nákvæmar en áður hefur verið unnt. Setlagarannsóknir á staðnum og inni á rannsóknastofu sem felast í kornastærðargreiningum með laser-tækni, rannsóknum á örsteingervingum (einkum skeljakröbbum), og í jarðefnafræðilegum mælingum á setinu (kolefnisinnhald og kalkinnihald) og steingervingunum ((18O og 13C, þ.e. stöðugum samsætum). Þessar rannsóknir og greiningar munu fara fram meðan á 3ja ára doktorsnámi stendur. Fyrirhugaðar margþáttagreiningar munu verða grundvöllur betri skilnings á umhverfi og loftslagi á fyrri hluta Ísaldar í Nihewan lægðinni og þar með aðstæðum á tímabilum ævafornrar búsetu mannættar þar.