Skip to main content

MENNTAKVIKA

MENNTAKVIKA - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. september 2023 14:00 til 29. september 2023 18:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

MENNTAKVIKA fer fram 28. - 29. september 2023.

Hin árlega ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Menntakvika, er ætlað að kynna og miðla því sem er efst á baugi í menntavísindum og á tengdum sviðum hverju sinni.

Áhersla Menntakviku í ár er menntastefna og farsæld og verða 225 erindi flutt og 56 málstofur á Menntakviku í ár.

Ráðstefnan er mikilvægur vettvangur sérfræðinga, fræðafólks og starfandi fólks á vettvangi til að læra hvert af öðru, deila þekkingu og efla samstarf á sviði menntavísinda.

Menntakvika er haldin í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ í Stakkahlíð og er opin öllum sem hafa áhuga á menntavísindum að kostnaðarlausu.

Málstofur og erindi Menntakviku fara að mestu fram föstudaginn 29. september og verður nánari dagskrá kynnt fljótlega. Allar nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Menntakviku 

---
Opnunarmálstofa verður haldin fimmtudaginn 28. september frá 14:00- 16:30 í húsnæði Menntavísindasviðs, Stakkahlíð.

Sjá streymi hér 

Gita Steiner-Khamsi heldur aðalerindi málstofunnar: The use and abuse of research evidence for policy and planning in education.

Í beinu framhaldi verður málstofa um menntastefnu og farsæld sem endar á pallborðsumræðum og veitingu styrkja til doktorsnema og fræðimanna á sviði menntunar úr Þuríðarsjóði og Steingrímssjóði.

Sjá nánar hér - dagskrá opnunarmálstofu Menntakviku 

Verið öll velkomin á Menntakviku!

Menntakvika Ráðstefna.

MENNTAKVIKA