Skip to main content

Menntakvika

Menntakvika  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. október 2019 9:00 til 16:30
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Menntakvika verður haldin við Háskóla Íslands í Stakkahlíð föstudaginn 4. október. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem er efst á baugi í menntavísindum og á tengdum sviðum.

Á dagskrá ráðstefnunnar í ár verða spennandi málstofur, hringborðsumræður og veggspjaldasýningar. Flutt verða 220 erindi um fjölbreytt efni í 57 málstofum.

Kristján Kristjánsson, prófessor í heimspeki við Háskólann í Birmingham, flytur aðalerindi Menntakviku kl. 12.30-13.30 í Skriðu. Erindi Kristjáns verður streymt.

Að ráðstefnu lokinni kl. 17 verður boðað til móttöku í Skála. Við sama tilefni verður úthlutað styrkjum úr sjóði Steingríms Arasonar. Þrjú framúrskarandi verkefni á sviði kennslu- og menntunarfræða hljóta styrk að þessu sinni.

Við vonum að ráðstefnan skapi góðar umræður, kveiki nýjar hugmyndir og auki þekkingu.

Vefur Menntakviku.

Góða skemmtun!

Menntakvika verður haldin 4. október 2019.

Menntakvika