Skip to main content

Meistaravörn í lyfjafræði - Agnes Engilráð Scheving

Meistaravörn í lyfjafræði - Agnes Engilráð Scheving  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
11. október 2019 13:00 til 13:25
Hvar 

Hagi

Hagi, stofa 213

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 11. október ver Agnes Engilráð Scheving MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Radiopharmaceutical Manufacturing for PET scanner at Landspítali University Hospital - Needs assessment of an implementation system for radiotracers

Prófdómarar eru Magnes Signý Ásgeirsdóttir, gæðastjóri apóteks Landspítala, og dr. Bergþóra Sigríður Snorradóttir, lektor við Lyfjafræðideild.

Leiðbeinandi Agnesar var Bogi Brimir Árnason, heil­brigðis­verk­fræðing­ur á rönt­g­en­deild Land­spít­ala og umsjónarkennari verkefnisins var Hákon Hrafn Sigurðsson, prófessor við Lyfjafræðideild. 

Ágrip af rannsókn

Jáeindaskannar eru myndgreiningaraðferð sem nota geislavirk lyf sem merkiefni. Merkiefni eru mörg hver ný og skortir því samantekt einkenna þeirra og gæðastaðla í alþjóðlegum lyfjabókum. Þetta getur gert innleiðslu á merkiefnum að fyrirferðamiklu verkefni. Markmið verkefnisins er að gera innleiðslukerfi til að auðvelda og stytta ferlið við að innleiða nýtt merkiefni. Innleiðslukerfið verður byggt á innleiðslu merkiefnis, PSMA-1007, sem var framkvæmd á undan. Gagnasöfnun var framkvæmd til að mynda gæðakerfi fyrir merkiefnið PSMA-1007. Gagnasöfnunin var síðan nýtt sem grunnur að stöðlaðri verklagsreglu um innleiðslu merkiefna. Heilsteypt verklagsregla var gerð frá grunni fyrir ísótópadeild Landspítalans. Verklagsreglan ætti að stytta innleiðslutíma myndefna og auðvelda ferlið fyrir starfsfólk.

Um nemandann

Agnes er fædd í Reykjavík 29. nóvember 1994. Hún útskrifaðist af náttúrufræðibraut I frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2014 og hóf strax nám í lyfjafræði. Agnes sat sem varaforseti Tinktúru veturinn 2016-2017. Agnes fór sem skiptinemi til Uppsala Háskóla veturinn 2017-2018. Hún hefur einnig verið virk í alþjóðasamskiptum nemenda og sat sem formaður skipulagsnefndar PINSE, samnorrænar ráðstefnu lyfjafræðinema, sem var haldin í Reykjavík fyrr í vor. Agnes hefur starfað í Lyfju samhliða lyfjafræðináminu og vann sem sumarstarfsmaður hjá Lyfjastofnun sumarið 2018.

Föstudaginn 11. október ver Agnes Engilráð Scheving MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Radiopharmaceutical Manufacturing for PET scanner at Landspítali University Hospital - Needs assessment of an implementation system for radiotracers

Meistaravörn í lyfjafræði - Agnes Engilráð Scheving