Meistarafyrirlestur í umhverfisverkfræði - Atli Freyr Þorvaldsson

Endurmenntun við Dunhaga
Naustið
Nemandi: Atli Freyr Þorvaldsson
Heiti verkefnis: Eftirspurnardrifnar almenningssamgöngur. Þróun á pöntunarþjónustu í Gufunesi og Grafarvogi (Demand-responsive transit. Development of on-demand services in Gufunes and Grafarvogur)
Leiðbeinendur: Guðmundur Freyr Úlfarsson og Daði Baldur Ottósson
Prófdómari: Þorsteinn R. Hermannsson, forstöðumaður þróunar, Betri samgöngur ohf.
Ágrip
Samgöngur hafa verið hluti af lífi fólks í aldanna rás sem og þörfin fyrir að ferðast á milli staða, en aðstæður í heiminum í dag eru þó ekki slíkar að sjálfsagt sé að allt fólk ferðist allra ferða á einkabíl.. Sjálfbærir farþegaflutningar horfa til jöfnuðar og aðgengis samfélagshópa og almenningssamgöngur geta veitt hvort tveggja. Til er ein gerð þeirra sem líkist bæði leigubílum og hefðbundnum strætisvögnum. Slík þjónusta nefnist eftirspurnardrifnar almenningssamgöngur, eða pöntunarþjónustur. Þær eru fjölbreyttar að gerð og fyrirfinnast víða um heim. Einn kosturinn við þær er getan til að þjónusta dreifbýl svæði og með litla eftirspurn. Uppbyggingarsvæði lenda oft á milli skips og bryggju í samgöngumálum til að byrja með og pöntunarþjónustur gætu þá brúað bilið með því að veita nauðsynlegt aðgengi fyrir fyrstu íbúana, þar til fleiri flytja þangað og hefðbundnar almenningssamgöngur geta borið sig. Í Gufunesi er eitt nýjasta uppbyggingarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu. Þar var hálfs árs bið eftir þjónustu en árið 2022 gekk leið 25 þangað ofan úr Spöng og fór í yfir 750 ferðir. Miðað við fjórar sviðsmyndir, reyndist núverandi þjónusta skila mesta ábatanum umhverfislega en þeim næstbesta efnahagslega Í íbúakönnun sem framkvæmd var, kom í ljós að margir svarenda úr hópi íbúar í Gufunesi höfðu skoðun á hvernig pöntunarþjónustan gæti orðið betri, en aðrir íbúar Grafarvogshverfis höfðu ekki eins miklar skoðanir á henni yfir höfuð, þar sem hún hentar þeim illa. Svæðisbundin pöntunarþjónusta var þó ekki vinsæl hjá neinum hópi ef það þýddi niðurskurð á leiðum innan hverfisins.