Meistarafyrirlestur í umhverfis- og auðlindafræði - Anna Katrín Guðdísardóttir | Háskóli Íslands Skip to main content

Meistarafyrirlestur í umhverfis- og auðlindafræði - Anna Katrín Guðdísardóttir

Meistarafyrirlestur í umhverfis- og auðlindafræði - Anna Katrín Guðdísardóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
6. maí 2021 15:00 til 16:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestrinum verður streymt 

Meistaranemi: Anna Katrín Guðdísardóttir

Heiti verkefnis: Mat á neysludrifnu kolefnisfótspori Evrópurríkja útfrá tveimur mismunandi skiptingareglum

___________________________________________

Deild: Umhverfis- og byggingarverkfræðideild

Leiðbeinandi: Jukka Heinonen

Einnig í meistaranefnd: Juudit Ottelin

Prófdómari: Sanna Ala-Mantila, lektor við University of Helsinki

Ágrip

Neysludrifið reikninshald ráðstafar öllu framleiðslu- og afhendingarkeðjunni frá endanlegum neytendum frekar en framleiðandanum og veitir því upplýsingar um kolefnislosun af völdum íbúa og notenda tiltekinna landfræðilegra svæða, þar með talið kolefnislosun sem ganga yfir landamæri. Þessi ritgerð mun skoða tvær mismunandi skiptingareglur innan útreikninga á neysludrifnu kolefnisfótspori með því að nota 27 Evrópulönd sem dæmi. Þessar tvær úthlutunarreglur sem notaðar eru í þessari rannsókn kallast svæðisbundið kolefnisfótspor og persónulegt kolefnisfótspor. Svæðisbundið kolefnisfótspor sameinar neyslumiðað kolefnisspor efnahagsstarfsemi sem byggist innan ákveðna landamæra ásamt alþjóðlegrar framleiðslu og afhendingakeðju neysluvara og þjónustu innan þess svæðis en nær það einnig til neyslu gesta innan svæðissins. Persónulegt kolefnisspor hefur aftur á móti í för með sér neyslu íbúa tiltekins svæðis, að undanskildum neyslustað, og útilokar einnig neyslu gesta á svæðinu. Þessi ritgerð notast við tvo gagnasöfn við að skoða þessar mismunandi úthlutunarreglur. Notaðar eru neytendaupplýsingar frá EORA26 gagnasafninu(sem inniheldur gögn fyrir inntaks- og úttakslíkön notuð í báðum aðferðum) til að reikna út svæðisbundið kolefnisfótspor og neytendaupplýsingar frá Eurostat könnun á fjárhagsáætlun til að reikna út persónulegt kolefnisspor. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að mismunur á þessum tveimur skiptingareglunum þar sem kolefnis útblástur hjá svæðisbundnu kolefnisfótspori nánast allra landa mælist hærri en hjá Persónulegu kolefnisspori.