Meistarafyrirlestur í umhverfis- og auðlindafræði - Aðalsteinn Ólafsson | Háskóli Íslands Skip to main content

Meistarafyrirlestur í umhverfis- og auðlindafræði - Aðalsteinn Ólafsson

Hvenær 
28. janúar 2020 16:30 til 18:00
Hvar 

VR-II

Stofa 158

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Meistaranemi: Aðalsteinn Ólafsson

Heiti verkefnis: Leiðir til orkuskipta í samgöngum á Íslandi

___________________________________________

Deild: Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild

Leiðbeinandi: Rúnar Unnþórsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild

Einnig í meistaranefnd:Hafþór Ægir Sigurjónsson

Prófdómari: Christiaan Petrus Richter, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild

Ágrip

Draga má úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum með notkun endurnýjanlegra orkugjafa í stað jarðefnaeldsneytis. Í þessari ritgerð eru orkuauðlindir Íslands metnar og tæknilegir möguleikar þess að framleiða endurnýjanlega orkubera eru metnir og bornir saman. Kostnaðargreining og mat á umhverfisáhrifum eru ekki hluti af þessari greiningu.

Útgefin gögn voru notuð til greina og velja tæknilega hentuga orkubera út frá orkuþéttleika og notagildi í farartækjum. Þörf fyrir orku og hráefni ásamt nýtni framleiðslunnar var einnig metið út frá gögnum. Einnig var skoðað hversu þróuð fyrirliggjandi tækni er. Nýtanlegt magn orku og hráefna var metið út frá gögnum og mati á mögulegri stærð landsvæða. Áætluð stærð orkuauðlinda ásamt nýtnistuðlum framleiðslu voru notuð til að áætla magn orku í endurnýjanlegum orkuberum. Magn eldsneytis sem nú er notað í samgöngum var notað sem viðmið. Rafhlöður, vetni og mismunandi eldsneyti úr kolvetnum voru metnir vænlegir orkuberar. Rafhlöður og vetni tryggja mikla orkunýtni en krefjast nýrrar tækni í farartækjum og dreifingu. Eldsneyti úr kolvetnum er auðveldara að nýta með núverandi tækni en orkunýtni er minni. Valin var líkleg samsetning orkubera í sviðsmynd fyrir orkuskipti.

Niðurstöður voru þær að hver og ein þessara leiða geta mætt orkuþörf í samgöngum á Íslandi. Greining á leiðum í orkuskiptum bendir til að hægt sé að ná markmiði um 100% endurnýjanlega orku í samgöngum á 20 ára tímabili.