Skip to main content

Meistarafyrirlestur í líffræði: Soffía Karen Magnúsdóttir

Meistarafyrirlestur í líffræði: Soffía Karen Magnúsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. október 2017 16:00 til 17:00
Hvar 

Askja

N-131

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Meistaranemi: Soffía Karen Magnúsdóttir.

Titill: Landeldi á Evrópuhumri (Homarus gammarus).

___________________________________________

Leiðbeinendur: Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir prófessor, dr. Halldór Pálmar Halldórsson.

Aðrir í meistaranefnd: Jörundur Svavarsson prófessor.

Prófdómari: Guðjón Már Sigurðsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.

___________________________________________

Ágrip

Evrópuhumarinn er verðmæt tegund tífættra krabba sem finnst við flestar strandlengjur Evrópu. Árleg heildarveiði er rétt yfir 5000 tonnum og afurðaverð er hátt. Á þessum tímapunkti er tegundin hvergi í fullu
eldi, en landeldi gæti tæknilega séð fyrir stöðugu framboði og gæðum. Til að rannsaka vaxtarhraða, efnaskiptahraða og lifun Evrópuhumra voru fluttir til landsins unghumrar frá Institute of Marine Research, Noregi og National Lobster Hatchery í Cornwall, Bretlandi. Þeim var haldið í Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurnesjum í Sandgerði og í Sæbýli ehf á Eyrarbakka. Vaxtartilraunir sýndu fram á minni vöxt í kaldara vatni, sem og minni vöxt miðað við sambærilega fóðurinntöku en lifun var meiri í kaldara
vatni. Vöxtur var sambærilegur á milli hringrása– og
gegnumstreymikerfis sem og á milli hópa sem voru fóðraðir með bleikjufóðri og sérstöku humarfóðri. Humrar sem fengu rækjubita með bleikjufóðri uxu marktækt meira en þeir sem eingöngu fengu
bleikjufóður. Þegar bornir voru saman hópar við tvær ólíkar ljóslotur reyndist ekki marktækur munur á vexti, öndun (OCR) og fæðunýtnistuðul (FCE).
Öndunarmælingar sýndu fram á minnkandi efnaskiptahraða á hvert kíló eftir því sem humrarnir stækka, og er öndunarhraðinn frá 0,0035 mgO2/g/L/mín meðal smæstu humranna sem eru léttari en 1 gramm og niður í 0,0005 mgO2/g/L/mín hjá stærsta humrinum sem var um 35 g. Öndun jókst
einnig með hækkandi hitastigi, frá 0,0016 mgO2/g/L/mín við 10°C upp í 0,0026 mgO2/g/L/mín við 20°C. Efnaskiptahraði jókst líka eftir fóðrun, um 0,0015 mgO2/g/L/mín við 10°C og um 0,0020 mgO2/g/L/mín við 20°C. Aukning í öndun eftir fóðrun (SDA) var meiri við 20°C. Aukning á OCR við 10°C var að meðaltali 0,0015 mgO2/g/L/mín en var 0,0020 mgO2/g/L/mín við 20°C. Einnig eru humrarnir þolnir fyrir sveiflum í hitastigi þar sem lítill munur var greinanlegur á öndun á milli humra sem höfðu nýlega verið fluttir á milli hitastiga og þeirra sem höfðu fengið meiri tíma til aðlögunar.