Meistarafyrirlestur í iðnaðarverkfræði - Sindri Snær Rúnarsson | Háskóli Íslands Skip to main content

Meistarafyrirlestur í iðnaðarverkfræði - Sindri Snær Rúnarsson

Hvenær 
28. janúar 2020 14:00 til 15:00
Hvar 

VR-II

Stofa 147

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Meistaranemi: Sindri Snær Rúnarsson

Heiti verkefnis: Forhönnun á áframeldisstöð fyrir Sæbýli ehf.

___________________________________________

Deild: Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild

Leiðbeinandi: Rúnar Unnþórsson,  prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild

Einnig í meistaranefnd: Guðmundur Valur Oddsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild

Prófdómari: Ari Jónasson,verkfræðingur hjá Rio Tinto

Ágrip

Þetta verkefni miðar að því að búa til forhönnun á áframeldisstöð fyrir ræktun sæeyrna hjá Sæbýli ehf. með það markmið að minnka rekstrarkostnað. Áframeldisstöðin inniheldur þétt fiskeldi í kerum, notar kerfi með endurnýtanlegu rennsli og þarf að geta framleitt 200 tonn af sæeyrum á ári. Til að einfalda hönnunarferlið voru notaðar kerfisbundnar aðferðir sem byggja á SLP aðferðinni. Byrjað var á því að setja upp ramma verkefnisins þar sem tilgangur, markmið og skorður verkefnisins eru skráð. Til þess að fá góða þekkingu á ferlum, búnaði, vöruflæðinu og samskiptum milli starfsmanna var heildarferlið kortlagt og notast var við BPMN staðalinn. Til þess að geta spáð fyrir um starfsmannaþörf í nýrri aðstöðu var tímarannsókn gerð á vinnu við áframeldisferlið. Aðstöðunni var svo skipt upp í einingar byggt á upplýsingum frá ferlinu og núverandi aðstöðu. Til að finna góða staðsetningu fyrir hverja einingu var tengslatafla búin til og tengslamynd teiknuð. Plássþörf eininga var svo bætt inn á myndina til þess að búa til svæðistengslamynd sem var notuð til þess að búa til nokkrar forhannanir. Forhannanirnar voru síðan metnar út frá massaflæði, plássþörf og nálægni mati og forhönnunin með hæstu einkunnina var að lokum valin. Afurð verkefnisins er forhönnun á betrumbættri áframeldisstöð fyrir Sæbýlis ehf. sem hægt er að styðjast við í fullnaðarhönnun á nýrri áframeldisstöð fyrir sæeyru.