Meistarafyrirlestur í hugbúnaðarverkfræði - Anna Margrét Björnsdóttir | Háskóli Íslands Skip to main content

Meistarafyrirlestur í hugbúnaðarverkfræði - Anna Margrét Björnsdóttir

Hvenær 
30. september 2020 10:00 til 11:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestrinum verður streymt

Meistaranemi: Anna Margrét Björnsdóttir

Heiti verkefnis: Að búa til notendamiðað meðgönguapp

Deild: Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild

Leiðbeinendur: Matthias Book og Helmut Neukirchen

Prófdómari: Mohammad Hamdaqa, lektor við Háskólann í Reykjavík

Ágrip
Þetta verkefni hófst á snöggmótaðri hugmynd að appi fyrir mæðravernd, appi sem innihélt alvöru meðgöngu heilbrigðis upplýsingar, og eiginleikan til að deila þessum upplýsingum með væntanlegum föður/maka, meðal annars. Þessi hugmynd kom frá hugbúnaðarsérfræðingum sem vinna við að þróa heilbrigðistengdar hugbúnaðarlausnir á Íslandi. Hugmyndin var að búa til slíkt app og tengja það við heilbrigðislausnirnar þegar til staðar, sem vakti þá spurningar um hvort þessar hugmyndir væru í alvöru í samræmi við það sem foreldra skipti máli, og voru mæður viljugar til að deila meðgöngu upplýsingum sínum með föður/maka? Til að svara þessum spurningum voru notendaviðtöl framkvæmd, og rafræn könnun var útbúin og send á hópa á samfélagsmiðlum tileinkaðir mæðrum og feðrum. Niðurstaðan var að þau meðgöngu tengdu atriði sem foreldrum finnst mikilvægust eru andleg heilsa, næring móður, algeng og alvarlegri meðgöngueinkenni, og samskipti við ljósmæður. Mæður voru mjög viljugar til að deila næstum öllum meðgöngutengdum heilbrigðisupplýsingum með föður/maka. Þessar niðurstöður voru notaðar til að útbúa forgangsraðaðan kröfulista fyrir appið. Notendaviðmóts frumgerð var sett saman, og síðan klasa rit fyrir undirliggjandi kerfið. Frumgerð að appi var þá búin til með Flutter, og tengd við þróunarumhverfi til prófana.