Skip to main content

Meistarafyrirlestur í hagnýtri tölfræði - Þórey Heiðarsdóttir

Meistarafyrirlestur í hagnýtri tölfræði - Þórey Heiðarsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. júní 2020 11:00 til 12:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestrinum verður streymt: https://us04web.zoom.us/j/78751676367?pwd=YmIycVFyNXY2bHljbUZNTWRuZXZUZz09

Meistaranemi: Þórey Heiðarsdóttir

Heiti verkefnis: Greining með slembiþáttalíkani á þróun blóðþrýstings og gönguvegalengdar í tveggja ára langtímarannsókn

___________________________________________

Deild: Raunvísindadeild

Leiðbeinandi: Thor Aspelund, prófessor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum

Einnig í meistaranefnd: Janus Guðlaugsson

Prófdómari: Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknasérfræðingur við Miðstöð í lýðheisluvísindum

Ágrip

Helsta markmið þessa verkefnis var að nota slembiþáttalíkön til að greina þróun í endurteknum mælingum á blóðþrýstingi og gönguvegalend eldri borgara, 65-94 ára, í tveggja ára fjölþættri heilsueflingu. Línuleg og slembiþáttalíkön með þriðja stigs splæsiföllum voru borin saman. Líkan með splæsiföllum gaf betra mat á bæði þróun blóðþrýstings og gönguvegalend. Árangur heilsueflingarinnar á blóðþrýstingi og gönguvegalengd var mestur að lokinni fyrstu 6 mánuða íhlutun, stóð síðan í stað næstu 12 mánuði en síðan dró aðeins úr árangrinum á síðasta 6 mánaða þjálfunartímabili. Til þess að öðlast rétta mynd af þróun sambanda sem eru ólínuleg er æskilegt að nota splæsiföll. Annað markmið verkefnisins var að skoða hvort hægt væri að spá fyrir um brottfall þátttakenda út frá þeirra grunnmælingum. Niðurstöður benda til þess að ýmis líkamleg geta þátttakenda í upphafi eins og lipurð og snerpa (átta feta hreyfijafnvægi), styrkur (gripstyrkur) og þol eða afkastageta  (gönguvegalengd á sex mínútna gönguprófi) einstaklinga geti sagt til um hvort þeir endist í íhlutunarverkefni sem þessu. Tengslin voru hins vegar ekki sterk og mögulega eru aðrir þættir í fari þátttakenda sem skýra brottfallið sem mælinga rannsóknarinnar náðu ekki yfir. Fara þarf varlega þegar sameina á til greiningar hópa þeirra sem ná langt í rannsókn og þeirra sem detta snemma út.