Skip to main content

Markaðsvæðing sem ýtir undir kynjamisrétti í háskólum?

Markaðsvæðing sem ýtir undir kynjamisrétti í háskólum? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
6. desember 2019 12:00 til 13:00
Hvar 

Salur Íslenskrar erfðagreiningar

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Finnborg Salome Steinþórsdóttir, nýdoktor í kynjafræði við Háskóla Íslands heldur fyrirlesturinn: „Háskólar í fremstu röð – markaðsvæðing sem ýtir undir kynjamisrétti?"

Er þekking söluvara? Eru háskólar reknir eins og smjörlíkisverksmiðjur? Er menntun einkahagsmunir eða almannahagsmunir? Eru nemendur neytendur á markaði?

Þessum spurningum og fleirum verður velt upp í fundaröðinni „Þekking til sölu? Markaðsvæðing akademíunnar". 

Alþjóðavæðing, samkeppni og árangursmælikvarðar eru hluti af stjórnun og fjármögnun háskóla nú til dags. Í háskóla og vísindasamfélaginu er notast við alls konar kerfi til að ná framúrskarandi árangri. Hvað er „framúrskarandi árangur“? Hvaða viðmið eru ríkjandi í þessum kerfum? Hvernig rýma þau við stefnur og markmið um jafnrétti? Staða kvenna og karla í háskólasamfélaginu hefur breyst umtalsvert á síðastliðnum áratugum, en kynjaójafnrétti þrífst enn innan veggja þess. Í erindinu verður farið yfir hvernig markaðsvæðing háskóla stuðlar að og viðheldur kynjamisrétti.

Að fundaröðinni standa MARK, miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna, RannMennt, rannsóknastofa um menntastefnu, alþjóðavæðingu og félagslegt réttlæti og ReykjavíkurAkademían. Fyrirlestraröðin er styrkt af rektorsskrifstofu Háskóla Íslands, Félagsvísindasviði og Menntavísindasviði.

Finnborg Salome Steinþórsdóttir, nýdoktor í kynjafræði við Háskóla Íslands heldur fyrirlesturinn: „Háskólar í fremstu röð – markaðsvæðing sem ýtir undir kynjamisrétti?"
Fyrirlesturinn er hluti af fundaröðinni „Þekking til sölu? Markaðsvæðing akademíunnar."
Að fundaröðinni standa MARK, miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna, RannMennt, rannsóknastofa um menntastefnu, alþjóðavæðingu og félagslegt réttlæti og ReykjavíkurAkademían. Fyrirlestraröðin er styrkt af rektorsskrifstofu Háskóla Íslands, Félagsvísindasviði og Menntavísindasviði.

Markaðsvæðing sem ýtir undir kynjamisrétti í háskólum?