Málstofa Guðfræðistofnunar: Fornar biblíuþýðingar | Háskóli Íslands Skip to main content

Málstofa Guðfræðistofnunar: Fornar biblíuþýðingar

Hvenær 
21. janúar 2019 11:40 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Stofa 229

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Svanhildur Óskarsdóttir rannsóknardósent flytur fyrirlestur um fornar biblíuþýðingar í málstofu á vegum Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands í stofu 229 í Aðalbyggingu mánudaginn 21. janúar kl. 11:40-13:00.

Á þessu ári eru væntanleg tvö fyrstu heftin í nýrri ritröð sem ber heitið Fornar biblíuþýðingar. Í heftunum er annars vegar þýðing á Júdítarbók sem varðveitt er í handriti frá 14. öld; hins vegar þýðing Makkabeabóka sem gerð var á 16. öld. Svanhildur mun í upphafi kynna ritröðina en fjalla síðan um þýðingarnar tvær, handritin sem geyma þær og hugsanlegan tilgang með þeim.

Svanhildur Óskarsdóttir.

Málstofa Guðfræðistofnunar: Fornar biblíuþýðingar