Lærum með leiðtogum - Alda Karen: Framtíðarleiðtogar | Háskóli Íslands Skip to main content

Lærum með leiðtogum - Alda Karen: Framtíðarleiðtogar

Hvenær 
23. janúar 2019 12:10 til 12:50
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Skriða

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þriðji leiðtoginn í fyrirlestraröðinni Lærum með leiðtogum er Alda Karen Hjaltalín, framkvæmdastjóri AK Consultancy. Alda Karen hefur þrátt fyrir ungan aldur vakið alþjóðlega athygli fyrir fyrirlestra sína um mark­miðasetn­ingu og sjálfstyrk­ingu. Fyrirlestur Öldu fjallar um hlutverk leiðtoga í framtíðinni og hvernig það komi til með að breytast með nýjum kynslóðum. 

Alda Karen er gríðarlega vinsæll fyrirlesari og oft komast færri að en vilja - nýtið því þetta einstaka tækifæri og mætið tímanlega í Skriðu!

Nánar um fyrirlestraröðina

Lærum með leiðtogum er heiti á nýrri fyrirlestraröð sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir skólaárið 2018-2019. 

Sex leiðtogar munu heimsækja okkur og eru fyrirlestrarnir haldnir að jafnaði á miðvikudögum í hádeginu frá kl. 12.10-12.50 í Bratta í húsnæði Háskóla Íslands í Stakkahlíð.

Allir fyrirlesarar eiga það sameiginlegt að vera leiðtogar og brautryðjendur á ólíkum sviðum samfélagsins. Þau munu segja frá verkefnum sínum og ekki síst miðla sínum persónulega lærdómi af því að takast á við áskoranir. Fyrirlestrarnir munu fjalla um menntun, hreyfingu, andlega líðan, kvikmyndir, jafnrétti og eitraða karlmennsku, markmiðasetningu, samskipti, ímyndunaraflið og samfélagslega þátttöku.

Lærum með leiðtogum hefur það markmið að veita nemendum og starfsfólki Háskólans innblástur, skapa umræður og vera uppspretta lærdóms. Menntavísindasvið býður framhaldsskólanemendur velkomna á hvern viðburð til að mynda betri tengsl og byggja brýr milli skólastiga.

Framtíðarleiðtogar // Alda Karen Hjaltalín, framkvæmdastjóri AK Consultancy og fyrirlesari, flytur erindi í fyrirlestraröðinni Lærum með leiðtogum.

Lærum með leiðtogum - Alda Karen: Framtíðarleiðtogar