Skip to main content

Kynjuð kynferðisleg viðföng. Orðræðan um sambönd og kynlíf í íslenskum framhaldsskólum

Kynjuð kynferðisleg viðföng. Orðræðan um sambönd og kynlíf í íslenskum framhaldsskólum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. febrúar 2019 15:00 til 16:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

K206

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Katrín Ólafsdóttir, doktorsnemi og Jón Ingvar Kjaran, dósent á Menntavísindasviði flytja erindi um orðræðu um sambönd og kynlíf í íslenskum framhaldsskólum.

Hvernig lýsir ungt fólk reynslu sinni af samböndum og kynlífi? Er hægt að greina áhrif venjubundinna hugmynda feðraveldisins um karlmennsku, kvenleika og vald í sambandsmenningu ungmenna? Hvernig verður einstaklingur kynferðislegt viðfang og hvaða hlutverk spilar kyngervi í myndun sjálfsins?
Í erindinu verður leitast við að svara þessum spurningum og niðurstöðurnar ræddar út frá kynfræðslu í skólum, hugmyndum um eitraða karlmennsku sem og orðræðunni um kynferðisleg viðföng  og samþykki í kynlífi.

Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Deildar menntunar og margbreytileika.

Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Deildar menntunar og margbreytileika.

Kynjuð kynferðisleg viðföng. Orðræðan um sambönd og kynlíf í íslenskum framhaldsskólum