Kynjasjónarmið í kynfræðslu í grunnskólum | Háskóli Íslands Skip to main content

Kynjasjónarmið í kynfræðslu í grunnskólum

Hvenær 
23. apríl 2019 12:00 til 13:00
Hvar 

Oddi

106

Nánar 
Aðgangur ókeypis

MARK Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna, RBF Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd og Þverfræðilegt diplómanám í kynfræði í Háskóla Íslands kynna:

Þriðjudaginn 23. apríl kl. 12-13 í Odda, stofu 106 mun Salvör Sæmundsdóttir MSc kynna meistaraverkefni sitt í velferðarstefnu og stjórnun við Lundarháskóla en verkefnið ber heitið „This happens so fast, we just can’t keep up” Case study on the gender-perspective in sexuality education.

Í rannsókninni skoðar Salvör kynfræðslu í grunnskólum á Íslandi og hvernig kynjasjónarmiðum eru gerð skil í þeirri fræðslu en það er talinn mikilvægur þáttur þess að stuðlað sé að kynjajafnrétti í kynlífi og kynheilbrigðismálum. Salvör notar rýnihópa- og einstaklingsviðtöl til að varpa ljósi á reynslu kennara og nemenda af kynfræðslu og eru gögnin greind með hliðsjón af hugtökunum kynjakerfi, karlmennska og kvenleiki. Niðurstöðurnar benda til þess að markviss kynfræðsla í grunnskólum sé af skornum skammti og að henni sé ekki gert nægilega hátt undir höfði í stefnu og framkvæmd. Að mati viðmælendanna eru margar hugmyndir og birtingarmyndir kynlífs og kynhlutverka í fjölmiðlum, og klámi sérstaklega, skaðlegar fyrir kynhegðun og kynheilbrigði. Starfsfólki á grunnskólum geti reynst erfitt að fylgja eftir hröðum samfélagsbreytingum á þessu sviði og því þurfi kynfræðsla að vera meiri, byrja fyrr og innihalda kynjasjónarmið með skipulagðari hætti. Þá þurfi íslensk yfirvöld og stefnumótandi aðilar að bregðast skjótt við og gera endurbætur á bæði mennta- og kynheilbrigðisstefnu um alhliða kynfræðslu að leiðarljósi.

 

Salvör Sæmundsdóttir lauk BA-prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2014 og MSc-prófi í velferðarstefnu og stjórnun frá Lundarháskóla 2018.

Salvör Sæmundsdóttir lauk BA-prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2014 og MSc-prófi í velferðarstefnu og stjórnun frá Lundarháskóla 2018.

Kynjasjónarmið í kynfræðslu í grunnskólum