Japan Festival Háskóla Íslands 2019 | Háskóli Íslands Skip to main content

Japan Festival Háskóla Íslands 2019

Hvenær 
26. janúar 2019 13:00 til 17:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Japanshátíð Háskóla Íslands 2019 verður haldin laugardaginn 26. janúar kl. 13:00-17:00 í Veröld – húsi Vigdísar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Áhersla hátíðarinnar í ár verður á Manga en sýnikennsla í Manga teikningu verður í höndum Chie Kutsuwada og tveggja fyrrverandi japönskunema sem einnig munu sýna verk sín á hátíðinni.

Hátíðin tekur undir sig tvær hæðir í Veröld þar sem hægt verður að upplifa ótalmargt sem á sér rætur í japanskri menningu. Má þar nefna sushigerð, japanska bardagalist (Aikido og Jiu-jitsu), skrautskrift, origami, manga, hefðbundna japanska búning, allt um ferðalög til Japans, og margt fleira. Þeir sem hafa áhuga á cosplay eru hvattir til að mæta í búningum!

Þetta er 15. árið sem Japanshátíð er haldin af kennurum og nemendum í deild japönsku við Háskóla Íslands, í samstarfi við Sendiráð Japans.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Við hlökkum til að sjá þig!

Facebook

Japan Festival

Japan Festival Háskóla Íslands 2019