Skip to main content

Innovative Teacher Education through Personalized Learning - InterPearl

Innovative Teacher Education through Personalized Learning - InterPearl  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. júní 2019 9:00 til 5. júní 2019 16:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

K-208

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dagana 3.-5. júní verða haldnar vinnustofur í tengslum við Erasmus+ verkefni (InterPearl) sem MVS, HÍ er aðili að ásamt kennaramenntunarstofnunum við Šiaulių Háskóla í Litháen, Vilnius Háskóla, Vytautas Háskóla og Cork Háskóla.

Markmið verkefnisins er að vinna að, þróa og innleiða fjölbreytt og skapandi vinnubrögð í kennaramenntun þar sem áhersla er lögð á nemendamiðaða nálgun sem byggir á auðlindum nemenda. Verkefnið gengur út frá alþjóðlegum samþykktum (European Commission Communications) um gæði og fjölbreytni í námi og kennslu í kennaranámi. Litið er svo á að skipulag kennaranámsins sé fyrirmynd um nám og kennslu á öllum skólastigum.

Í vinnustofunum vinna þátttakendur að markmiðum verkefnisins á skapandi hátt ásamt því að flutt verða stutt inngangserindi.

Vinnustofurnar fara fram á ensku.

Þátttaka er án endurgjalds og kaffi innifalið fyrir og eftir hádegi ásamt hádegismat alla dagana.

Nánari upplýsingar fást hjá Hafdísi Guðjónsdóttur hafdgud@hi.is og Jónínu Völu Kristinsdóttur joninav@hi.is

Skráning er hjá Margréti margreb@hi.is og er síðasti skráningardagur 31. maí.

Mánudagur til miðvikudagur 3.- 5. júní kl. 900 – 1600
Menntavísindasvið HÍ v/Stakkahlíð stofa K-208