Skip to main content

Í liði með náttúrunni: Heilbrigð jörð, heilbrigt líf

Í liði með náttúrunni: Heilbrigð jörð, heilbrigt líf - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. maí 2022 16:00 til 18:00
Hvar 

Norræna húsið

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Við höldum áfram með viðburðaröðina "Í liði með náttúrunni - náttúrumiðaðar lausnir og áhrif þeirra í víðu samhengi".

Í þessum viðburði sem er nr. 2 í röðinni tengjum við saman heilbrigði vistkerfa við heilsu og vellíðan manna. Á viðburðinum verða áhugaverð erindi, m.a. um tengsl og tengslarof okkar við náttúruna og um sálræn áhrif náttúrunnar á andlega heilsu. Við köfum einnig ofan í undraveröld örveranna með erindi um áhrif örveruflóru á heilsu okkar. Að lokum fáum við spennandi erindi frá Jarðgerðarfélaginu og listræna hugvekju frá Mannyrkjustöðinni.

Auk erinda og pallborðsumræðna, bjóðum við upp á veitingar og náttúruvín frá Sónó matseljum í Norræna húsinu að viðburði loknum.

Fundarstjóri verður Katrín Oddsdóttir.

 

  

Dagskrá:

  • 16:00 Opnun málþings, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun, HÍ
  • 16:10 Hvað felst í því að vera raunverulega í liði með náttúrunni? Skúli Skúlason, líffræðingur og prófessor við Háskólann á Hólum og Náttúruminjasafn Íslands
  • 16:25 Náttúran og sálarheill. Páll Líndal, doktor í umhverfissálfræði
  • 16:40 Gerlar og geðheilsa, hver stjórnar? Birna Guðrún Ásbjörnsdóttir, doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands
  • 16:55 Nærum jarðveginn en ekki landfyllingar! Félagslegur og umhverfislegur ávinningur bokashi-gerjunar, Björk Brynjarsdóttir, framkvæmdarstjóri Jarðgerðarfélagsins og samfélagshönnuður.
  • 17:10 Pallborðsumræður
  • 17:40 Listræn hugvekja frá Mannyrkjustöðinni

Viðburðurinn fer fram bæði fram í Norræna húsinu og í beinu streymi.

Hlekkur á streymi.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

"Í liði með náttúrunni - náttúrumiðaðar lausnir og áhrif þeirra í víðu samhengi".

Í liði með náttúrunni: Heilbrigð jörð, heilbrigt líf