Skip to main content

Hvatningarverðlaun jafnréttismála

Hvatningarverðlaun jafnréttismála - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. nóvember 2021 8:30 til 10:00
Hvar 

Aðalbygging

Nánar 
Lokaður viðburður sendur út í streymi

Hvatningarverðlauna jafnréttismála 2021 verða afhent við athöfn í Hátíðarsal Háskóla Íslands þriðjudaginn 30. nóvember kl. 8.30-10. Viðburðurinn er lokaður vegna sóttvarnatakmarkana en hægt verður að fylgjast með honum í streymi. 

Verðlaunin eru nú veitt í níunda sinn en Samtök atvinnulífsins og Háskóli Íslands standa saman að þeim.

Flokkum í Hvatningarverðlaununum hefur nú verið fjölgað í þrjá og er þeirri nýbreytni ætlað að mæta samtímaþróun á víðtækari skilgreiningu jafnréttis og fjölbreytileika. Flokkarnir eru kynjajafnrétti, fjölmenning og fötlun.

Dagskrá

Ávarp -  Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands

Regnbogakortið - lagaleg réttindi hinsegin fólks - Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78

Erlent starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði - Anna Maria Wojtynska, mannfræðingur og nýdoktor við Háskóla Íslands

Erindi frá verðlaunahafa ársins 2020 - Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Afhending Hvatningarverðlauna jafnréttismála

Fundarstjóri er Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Markmiðið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála er að vekja athygli á fyrirtækjum, sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja sem skapað hafa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins liggur til grundvallar eru hvattir til að senda inn tilnefningu.

Hvatningarverðlauna jafnréttismála 2021 verða afhent við athöfn í Hátíðarsal Háskóla Íslands þriðjudaginn 30. nóvember kl. 8.30-10. Viðburðurinn er lokaður vegna sóttvarnatakmarkana en hægt verður að fylgjast með honum í streymi. 

Hvatningarverðlaun jafnréttismála