Skip to main content

Hönnunarkeppni HÍ

Hönnunarkeppni HÍ - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. febrúar 2023 12:00 til 15:00
Hvar 

Harpa (Silfurberg)

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hönnunarkeppni HÍ verður haldin í 31. skipti þann 4. febrúar næstkomandi í Hörpu kl. 12:00. Keppnin er skipulögð af nemendum í iðnaðarverkfræði og vélaverkfræði við Háskóla Íslands.

Keppnin gengur út á að búa til tæki sem leysir stutta braut með þrautum. Tækið verður að keyra af sjálfsdáðum og má ekki vera stjórnað af lifandi veru.

Keppnin er opin öllum og eru veita styrktaraðilar keppninnar, Marel og Verkís, vegleg verðlaun fyrir efstu sætin.

1. sæti: Kr. 400.000
2. sæti: Kr. 300.000
3. sæti: Kr. 200.000

Frumlegasta hönnunin: Kr. 200.000

Keppnin er hluti af dagskrá UTmessunnar 2023. Einnig er keppnin í samstarfi við Verkfræðingafélag Íslands.

Facebook viðburður hönnunarkeppninnar

Hönnunarkeppni vélaverkfræði og iðnaðarverkfræðinema verður haldin í Hörpu 4. febrúar, sem hluti af UTmessunni.

Hönnunarkeppni HÍ