Háskóladagurinn 2019 | Háskóli Íslands Skip to main content

Háskóladagurinn 2019

Hvenær 
2. mars 2019 12:00 til 16:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Háskóli Íslands býður landsmönnum öllum í heimsókn á Háskóladaginn laugardaginn 2. mars 2019 milli klukkan 12 og 16 þar sem í boði verða ótal viðburðir, kynningar og uppákomur sem sýna nýsköpun og vísindi í litríku og lifandi ljósi. Ekki missa af því einstaka tækifæri þegar Háskólinn opnar dyr sínar upp á gátt. Kjörið tækifæri til að koma og fræðast, upplifa og skemmta sér.

Allar námsleiðir kynntar á háskólasvæðinu

Allir geta kynnt sér fjölbreytt námsframboð Háskóla Íslands en yfir 400 námsleiðir í grunn- og framhaldsnámi eru í boði við skólann. Þá fer einnig fram kynning á margþættri og spennandi starfsemi og þjónustu. Gestir geta skoðað rannsóknastofur, tæki, búnað og húsakynni.

Á staðnum verða vísindamenn, kennarar og nemendur úr öllum deildum háskólans sem svara spurningum um allt milli himins og jarðar – eða því sem næst.

Fulltrúar frá Náms- og starfsráðgjöf, Skrifstofu alþjóðasamskipta og Nemendaskrá verða á staðnum. Einnig fulltrúar frá jafnréttisnefnd Háskóla Íslands, ráði um málefni fatlaðs fólks, Q – félagi hinsegin stúdenta, Femínistafélagi HÍ og jafnréttisnefnd Stúdentaráðs. Þá veita fulltrúar Félagsstofnunar stúdenta upplýsingar um Stúdentagarða, Leikskóla stúdenta og aðra þjónustu fyrir stúdenta.

Aðgangur er ókeypis á alla viðburði í opnu húsi Háskóla Íslands.

Háskólinn í Reykjavík er með námskynningar í húsakynnum Háskólans í Reykjavík við Öskjuhlíð og Listaháskóli Íslands kynnir allar sínar námsleiðir í sínum húsakynnum á Laugarnesvegi.

Boðið er upp á ókeypis strætóferðir á milli skóla.

Háskóladagurinn 2019
Fjölbreytt námsframboð Háskóla Íslands kynnt á háskólasvæðinu 2. mars 2019.

Háskóladagurinn 2019

Netspjall