Skip to main content

Fyrirlestrar frá EMBL um rannsóknaleiðangur og sýnasöfnun á Íslandi

Fyrirlestrar frá EMBL um rannsóknaleiðangur og sýnasöfnun á Íslandi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. ágúst 2022 10:00 til 12:00
Hvar 

Fróði fyrirlestrarsalur, Sturlugötu 8 í húsi ÍE

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Gestir frá European Molecular Biology Laboratory (EMBL) í Heidelberg, Þýskalandi munu halda fyrirlestra í Fróða fyrirlestrarsal að Sturlugötu 8 þriðjudaginn 9. ágúst frá kl. 10:00. EMBL er samevrópskt flaggskip stofnana á sviði sameindalíffræði með meir en 80 sjálfstæða rannsóknahópa sem ná yfir mismunandi áherslusvið sameindalíffræðinnar.  

Peer Bork forstöðumaður EMBL heldur fyrirlestur kl. 10:00 þar sem hann segir frá leiðangri TREC: "Planetary Biology@EMBL: The TREC expedition and global microbiomics". Meiri upplýsingar um hóp Dr. Bork er hægt að finna hér.  

Rainer Pepperkok forstöðumaður Scientific Core Facalities and Scientific Services hjá EMBL Heidelberg heldur fyrirlestur kl. 10:30: "Mobile services & andvanced imaging at the beach". Meiri upplýsingar um hóp Dr. Pepperkok er hægt að finna hér.  

Eftir fyrirlestrana verður umræðutími í allt að 1 klst.  

Eins og lýst var nýlega í frétt á heimasíðu HÍ tekur hópur vísindamanna við fjölmargar stofnanir á sviði vistfræði á Íslandi þátt í viðamiklu samstarfsverkefni með EMBL þar sem markmiðið er m.a. varpa nýju ljósi á samspil smæstu og stærstu lífvera og viðbrögðum þeirra við umhverfisbreytingum. Sjónum verður m.a. beint að lífríkinu við strendur Íslands í tilraunaverkefni sem fara mun fram í sumar.

Verkefnið sem um ræðir ber heitið TREC og er hluti af heildarstefnumörkun stofnunarinnar til næstu fimm ára, sem nefnist „Molecules to Ecosystems“.  Rannsóknarþemað í verkefninu tengist líffræði plánetunnar (e. Planetary Biology) en markmiðið er m.a. að nýta nýjustu sameindalíffræðilegar aðferðir og tækni til að varpa ljósi á stöðu einstakra vistkerfa og heilbrigði plánetunnar. 

Sunudaginn 7. ágúst komu fyrstur EMBL vísindamennirnir til landsins til að setja upp rannsóknastofu hjá Hafrannsóknastofnun. Í leiðangrinum taka þátt vísindamenn ekki bara frá EMBL heldur einnig ýmsum háskólum í Evrópu. Safnað verður í kringum Reykjavík, Hafnarfjörð og við Þingvallavatn í samtarfi við Náttúrustofu Suðvesturlands, Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum og Náttúruminjasafn Íslands.

Eftir 10 daga á Hafrannsóknastofnun mun hluti hópsins ferðast til Vestfjarða og safna sýnum við Bolungarvík í samstarfi við Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum. Annar hluti hópsins mun fara til Akureyrar og safna í Öxarfirði og á Mývatni í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands og Rannsóknastöðina við Mývatn.

Á þessu tímabili munu nokkrir hópstjórar og stjórnendur á vegum EMBL heimsækja Ísland.

Þeir sem hafa áhuga á verkefninu eða vilja tengjast verkefninu er bent á að hafa samband við Valerie Maier (valerie@hi.is) sem sér um skipulagningu að hálfu Íslands eða að mæta á ofangreina viðburð.