Skip to main content

Frestað - Þjóðfélagsfræði í 50 ár

Frestað - Þjóðfélagsfræði í 50 ár - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. nóvember 2020 16:00 til 17:30
Hvar 

Háskólatorg

HT-102

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Viðburðinum hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Haustið 1970 var Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum stofnuð við Háskóla Íslands. Í námsbrautinni voru kenndar þrjár greinar, félagsfræði, mannfræði og stjórnmálafræði. Í tilefni tímamótanna er efnt til hátíðardagskrár á Háskólatorgi 13. nóvember 2020. Þar verða stutt erindi um sögu og mikilvægi þjóðfélagsfræða á Íslandi og frumkvöðlar þjóðfélagsfræðanna á Íslandi heiðraðir. Að lokinni dagskrá verður opnuð sýning þar sem varpað verður ljósi á atburði úr sögu greinanna í máli og myndum.

Dagskrá

16.00 Setning: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor, fundarstjóri.

Stutt erindi:

  • Landnám þjóðfélagsfræða við Háskóla Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og prófessor
  • Félagsfræði í 50 ár. Þórólfur Þórlindsson, prófessor emeritus
  • Mannfræði í 50 ár. Gísli Pálsson, prófessor emeritus
  • Stjórnmálafræði 50 ár. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor
  • Ný blóm spretta. Rannveig Traustadóttir, prófessor emerita

Ávarp: Jón Atli Benediktsson rektor

Fyrstu kennarar í þjóðfélagsfræðum heiðraðir:  Haraldur Ólafsson,  Ólafur Ragnar Grímsson og Þorbjörn Broddason.

Jafnframt verður Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir heiðruð fyrir áralangt starf í þágu félagsvísinda við skólann.

Opnun sýningar á Háskólatorgi um upphaf og þróun þjóðfélagsfræða  

Léttar veitingar

Aðalbygging Háskóla Íslands, mynd tekin árið 1969. Myndasafn Háskóla Íslands.

Þjóðfélagsfræði í 50 ár