Skip to main content

Frestað: Hvað getum við gert? Breytum til hins betra!

Frestað: Hvað getum við gert? Breytum til hins betra! - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. mars 2020 15:00 til 15:50
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Bratti

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Menntavísindasvið Háskóla Íslands hrindir af stað nýrri fyrirlestraröð um loftslagshamfarir og hlutverk menntakerfisins. Á fimmta og síðasta fundinum munu Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur og umsjónarmaður þáttanna Hvað höfum við gert? á RÚV, og Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda fjalla um framtíðina og hvað við getum gert til að snúa þróuninni við.

Hvernig getur menntakerfið brugðist við, hvert er hlutverk kennara, hvernig á að orða þessa áskorun svo að krafturinn sem losnar úr læðingi verði uppbyggilegur? 

Loftslagshamfarir — hlutverk menntakerfisins er ný fyrirlestraröð sem hefur það markmið að veita nemendum og kennurum Háskólans og starfsfólki víðsvegar í menntakerfinu innblástur, skapa umræður og vera uppspretta lærdóms.

Fyrirlestrarnir munu fjalla um umhverfismál og menntun í víðum skilningi, matarsóun og ábyrga neysluhætti, stjórnkerfið, náttúruvernd og vistvæna framtíð, samtal kynslóðanna og samfélagslega þátttöku, áhrif loftslagsbreytinga á samfélög og afleiðingar þeirra.

Menntavísindasvið Háskóla Íslands hrindir af stað nýrri fyrirlestraröð um loftslagshamfarir og hlutverk menntakerfisins. 

Hvað getum við gert? Breytum til hins betra!