Skip to main content

Frændafundur 11

Frændafundur 11 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. ágúst 2022 10:00 til 18. ágúst 2022 15:00
Hvar 

Oddi

2. hæð

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Íslensk-færeyska ráðstefnan Frændafundur verður haldin dagana 16.-18. ágúst næstkomandi í Háskóla Íslands, nánar tiltekið á 2. hæð Odda.

Ráðstefnan er samstarfsvettvangur Háskóla Íslands og Fróðskaparseturs Færeyja og fer nú fram í 11. sinn. Á ráðstefnunni er fjallað um margvísleg viðfangsefni sem tengjast Íslandi eða Færeyjum en markmiðið er að leiða saman íslenska og færeyska vísindamenn á ólíkum fræðasviðum og skapa ný tækifæri til rannsóknasamstarfs milli þessara frændþjóða.

Ráðstefna, sem fer fram á ensku, er þverfræðileg og í ár verður boðið upp á erindi af afar fjölbreyttum fræðasviðum innan beggja stofnana.

Ráðstefnan er opin öllum áhugasömum þeim að kostnaðarlausu og ekki þarf að skrá sig.

Dagskrá ráðstefnunnar má finna á vef hennar

Íslensk-færeyska ráðstefnan Frændafundur verður haldin dagana 16.-18. ágúst næstkomandi í Háskóla Íslands, nánar tiltekið á 2. hæð Odda.

Frændafundur 11