Skip to main content

Doktorsvörn í ljósmóðurfræði - Emma Marie Swift

Doktorsvörn í ljósmóðurfræði - Emma Marie Swift - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. janúar 2019 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur Háskóla Íslands

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Miðvikudaginn 30. janúar ver Emma Marie Swift doktorsritgerð sína í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Promoting normal birth amid modern technology: Opportunities and challenges in Iceland. Efling eðlilegra fæðinga á tímum tæknivæðingar. Tækifæri og áskoranir á Íslandi.

Andmælendur eru dr. Ellen Blix prófessor, Faculty of Health Sciences: Department of Nursing and Health Promotion, Háskólanum í Osló og Alexander Kristinn Smárason prófessor við Heilbrigðisvísindadeild Háskólans á Akureyri.

Leiðbeinendur voru Helga Gottfreðsdóttir prófessor í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Helga Zoega prófessor í lýðheilsuvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Umsjónarkennari var einnig Helga Gottfreðsdóttir. Aðrir í doktorsnefnd voru Kathrin Stoll,  Melissa Avery og Rúnar Vilhjálmsson.

Herdís Sveinsdóttir prófessor og forseti  Hjúkrunarfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13:00.                                                                                   

Ágrip af rannsókn

Markmið rannsóknarinnar var að auka þekkingu á því hvernig megi stuðla að jákvæðu hugarfari til eðlilegra fæðinga á tímum mikillar notkunnar tækni og inngripa í fæðingar. 

Rannsóknin byggði á gögnum úr Fæðingaskrá Íslands frá 1995 til 2014,  spurningalistum og kerfisbundinni samantekt til að undirbúa þróun og innleiðingu foreldrahópa í meðgönguvernd. Markmið foreldrahópanna var að styrkja jákvætt viðhorf til eðlilegra fæðinga meðal kvenna sem áttu von á sínu fyrsta barni.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mikil aukning varð á gangsetningum og utanbastsdeyfingum meðal kvenna án áhættuþátta á rannsóknartímabilinu (1995-2014), en tíðni keisaraskurða og áhaldafæðinga stóð í stað. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þekking kvenna á fæðingu og fæðingarótti hafði mikil áhrif á viðhorf kvenna til fæðinga án inngripa. Þrátt fyrir að foreldrahóparnir hafi ekki minnkað fæðingarótta meira en hefðbundin meðgönguvernd, þá báru þeir árangur í að minnka fæðingarótta meðal kvenna sem ekki sóttu námskeið utan meðgönguverndar.

Abstract

The overall aim of this thesis was to provide knowledge and understanding of ways to promote normal birth in times of increasing use of technology and obstetric intervention.

The studies were based on data from the Icelandic Medical Birth Registry (1995-2014), questionnaires and a systematic review to develop and implement a new model of care, Enhanced Antenatal Care. The aim of Enhanced Antenatal Care was to promote normal birth intentions among women expecting their first child.

The results of the study revealed considerable increases over time in the use of labour induction and epidural analgesia among women with low risk pregnancies, while cesarean and instrumental delivery rates remained stable. The study furthermore revealed that addressing childbirth fear and confidence in birth knowledge is an integral part of promoting normal birth intentions among women. While EAC did not reduce childbirth fear beyond usual care, EAC was effective in lowering childbirth fear among women who did not attend any educational classes alongside antenatal care.

Um doktorsefnið                

Emma Marie Swift er fædd í Bretlandi árið 1978, en uppalin og búsett í Reykjavík. Emma lauk B.Sc prófi í verkfræði frá Háskóla Íslands árið 2003, ljósmóðurnámi í Bandaríkjunum árið 2010 og M.Sc prófi í ljósmóðurfræði í Þýskalandi árið 2015. Emma hefur samhliða námi sinnt ljósmóðurstörfum bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi og starfar nú hjá Björkinni í Reykjavík. Emma hefur einnig sinnt kennslu við Hjúkrunarfræðideild og Miðstöð í lýðheilsuvísindum.

Foreldrar Emmu eru Ingibjörg Jónasdóttir og James Swift. Emma er gift Ívari Meyvantssyni, verkfræðingi, og börn þeirra eru Benedikt Aron 19 ára, Klara Margrét 15 ára, Sylvía Kristín 14 ára og Maríanna Arney 10 ára.

Emma Marie Swift ver doktorsritgerð sína í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands miðvikudaginn 30. janúar kl. 13:00

Doktorsvörn í ljósmóðurfræði - Emma Marie Swift