Café Lingua | Heimsins jól | Háskóli Íslands Skip to main content

Café Lingua | Heimsins jól

Hvenær 
5. desember 2019 17:30 til 19:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Jarðhæð - Kaffi Veröld

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Café Lingua er í hátíðarskapi í desember og blæs til jólasamsöngs. Múltíkúltíkórinn, undir stjórn Margrétar Pálsdóttur, fær gesti til að syngja með sér jólalög á ýmsum tungumálum í Veröld – húsi Vigdísar fimmtudaginn 5. desember. Dagskráin hefst kl. 17.30. Sungið verður á arabísku, dönsku, ensku, frönsku, íslensku, króatísku, lúganda, norsku, portúgölsku, pólsku, serbnesku, slóvakísku, spænsku, sænsku, tagalog, þýsku og jafnvel fleiri málum.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

- - - 

“Café Lingua – lifandi tungumál” er tungumálavettvangur á vegum Borgarbókasafnsins í samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu. Eitt af markmiðum Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála – og menningarheima og tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á hinum ýmsu tungumálum.

Café Lingua | Heimsins jól

Café Lingua | Heimsins jól