Brexit og endalok breska heimsveldisins | Háskóli Íslands Skip to main content

Brexit og endalok breska heimsveldisins

Hvenær 
20. febrúar 2019 12:30 til 13:30
Hvar 

Askja

N-132

Nánar 
Fer fram á ensku
Allir velkomnir

Líf- og umhverfisvísindadeild (Landfræði) á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands býður öllum á opinn hádegisfyrirlestur um Brexit og endalok breska heimsveldisins.

Um fyrirlesturinn

Hvaða máli skipti arfleifð breska heimsveldisins í ákvörðun bresku þjóðarinnar um útgöngu úr Evrópusambandinu? Hvort sem Brexit verður á endanum hart eða mjúkt – jafnvel þótt hætt verði við útgöngu á síðustu stundu – spyr breskur almenningur um orsakir þess sem gerst hefur og hvað það mun þýða í framtíðinni. Í erindinu verður því haldið fram að ógleði Breta innan Evrópusambandsins hafi ekki stafað af innflytjendum eða meintum missi fullveldis, heldur verið heimatilbúin. Landfræðileg atriði skiptu verulegu máli í aðdraganda Brexit og ferlinu öllu, þar á meðal ójöfn tekjuskipting innanlands. Og síðast en ekki síst kemur breska heimsveldið við sögu. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit má líta á sem síðasta andvarp hins gamla heimsveldis frá vitum breskrar þjóðarsálar.

Fyrirlesari:

Danny Dorling er prófessor í landfræði við Oxfordháskóla í Bretlandi. Meðal rannsóknarefna hans eru húsnæðismál, heilbrigðis- og menntamál, ríkidæmi og fátækt. Hann hefur gefið út fjölmargar bækur um þessi efni og tekið virkan þátt í breskri þjóðfélagsumræðu. Í erindinu byggir hann á nýútkominni bók sinni og Sally Tomlinson, Rule Britannia.

Facebook viðburður

Danny Dorling er prófessor í landfræði við Oxfordháskóla í Bretlandi

Brexit og endalok breska heimsveldisins