Skip to main content

Áfangamat Helga Þorbjörns Svavarssonar við Menntavísindasvið

Áfangamat Helga Þorbjörns Svavarssonar við Menntavísindasvið - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. ágúst 2021 10:00 til 11:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

H209

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Forysta í fjölmenningarlegu skólastarfi: Að stuðla að virkri þátttöku og velgengni nemenda af erlendu bergi og fjölskyldum þeirra í íslenskum skólum.

Um doktorsverkefni Helga: Um er að ræða fjöltilviksrannsókn á níu skólum sem taldir eru hafa náð sérstaklega góðum árangri í starfi sínu með nemendum af erlendum uppruna.  Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á með hvaða hætti forysta skóla getur stuðlað að virkri þátttöku nemenda af erlendu bergi og fjölskyldna þeirra í skólasamfélaginu og koma þar með í veg fyrir jaðarsetningu þeirra.

Rannsóknin á uppruna sinn í samnorræna verkefninu Learning spaces for inclusion and social justice: Success stories from immigrant students and school communities in four Nordic countries, sem unnið var á árunum 2013-1015.

Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Helgi rannsóknarskýrslu sína kl. 10.00– 11:00 og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrslu Helga. Fundurinn er öðrum lokaður. 

Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Mennta­vísinda­svið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.

Prófdómarar eru dr. Lars Anders Kulbrandstad prófessor við Inland Norway University of Applied Sciences og dr. Arna H. Jónsdóttir dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Aðalleiðbeinandi er dr. Börkur Hansen og dr. Hanna Ragnarsdóttir prófessorar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Dr. Hafdís Guðjónsdóttir prófessor við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og dr. Steingerður Ólafsdóttir er ritari.