Skip to main content

Áfangamat Bjarnheiðar Kristinsdóttur doktorsnema á Menntavísindasviði

Áfangamat Bjarnheiðar Kristinsdóttur doktorsnema á Menntavísindasviði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. júní 2019 13:00 til 14:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

K 205

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Áfangamat vegna doktorsverkefnis Bjarnheiðar Kristinsdóttur

Þriðjudaginn 18. júní n.k. mun fara fram áfangamatmat á rannsóknarverkefni Bjarnheiðar Kristinsdóttur doktorsnema við Menntavísindasvið. Heiti verkefnisins er Silent video taskstheir definition, development and implementation in upper secondary school mathematics classroomsÁfangamatið fer fram í tvennu lagi; fyrst kynnir Bjarnheiður rannsóknarverkefni sitt í stofu K 205 kl. 13.00 – 14.00 og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsmönnum Menntavísindasviðs. Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknaráætlunina við Bjarnheiði kristinsdóttur. Fundurinn er öðrum lokaður. Kynningin og fundurinn fara fram á ensku. Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsókn sína og að veita endurgjöf svo að doktorsverkefnið verði svo gott sem verða má. Matsnefndin samanstendur af leiðbeinendum Bjarnheiðar Kristinsdóttur, Dr. Freyju Hreinsdóttur, dósent, Háskóla Íslands, meðleiðbeinanda Dr. Zsolt Lavicza, prófessor Johannes Kepler háskólann í Linz, Austurríki ; utanaðkomandi prófdómurum, Dr. Kristínu Bjarnadóttur, professor emeritus, Háskóla Íslands, Dr. Peter Liljedahl, prófessor, Simon Fraser University, Barnaby, British Columbia, Canada. Dr. Gestur Guðmundsson, prófessor er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og Sólrún B. Kristinsdóttir er ritari.