Á slóðum landnemanna - Með fróðleik í fararnesti | Háskóli Íslands Skip to main content

Á slóðum landnemanna - Með fróðleik í fararnesti

Hvenær 
12. október 2019 10:00 til 12:00
Hvar 

Hist við Landnámssýninguna

Nánar 
Brottför kl. 10 frá Landnámssýningunni

Voru landnámsmennirnir okkar víkingar, var Ingólfur Arnarson raunverulega til, hvernig var lífið hjá fyrstu Íslendingunum? Hvernig voru föt landnemanna og hvað var í matinn?

Gönguferð um slóðir landnema í miðborg Reykjavíkur þar sem Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði segir okkur frá fyrsta fólkinu sem settist að á Íslandi. Hann mun leitast við að svara öllum þessum spurningum og mörgum fleiri. Gengið verður um svæði þar sem áður voru bæjarstæði landnemanna.

Safnast verður saman fyrir utan Landnámssýninguna kl. 10, á horni Aðalstrætis og Túngötu, og tekur gangan um tvær klukkustundir.

Gangan er hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands: Með fróðleik í fararnesti. 

Þúsundir Íslendinga á öllum aldri hafa notið þess að halda í göngur með Háskóla Íslands og Ferðafélagi Íslands undanfarin ár og þegið fróðleik í fararnesti frá vísindamönnum og sérfræðingum Háskólans við nánast hvert fótmál. Göngurnar hafa löngu unnið sér fastan sess en með þeim er aukið við þekkingu fólks, ekki síst ungmenna, á sama tíma og boðið er upp á holla og skemmtilega hreyfingu.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta!

 

Þannn 12. október verður farið í gönguferð um slóðir landnema í miðborg Reykjavíkur þar sem Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði segir okkur frá fyrsta fólkinu sem settist að á Íslandi.

Á slóðum landnemanna - Með fróðleik í fararnesti