Skip to main content

Doktorssjóður Styrktarsjóða HÍ

Tilgangur sjóðsins er að styðja við og efla doktorsnám við Háskóla Íslands. Nýjum styrkjum úr doktorssjóðum Háskóla Íslands, Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands, fylgir ráðstöfunarfé úr Doktorssjóði Styrktarsjóða Háskóla Íslands til reksturs doktorsverkefna styrkþega. Styrkfjárhæð er háð ávöxtun Doktorssjóðs Styrktarsjóða Háskóla Íslands og er styrkur greiddur til styrkþega á formi eingreiðslu, samhliða fyrstu styrkgreiðslu úr doktorssjóðum háskólans.

Vísinda- og nýsköpunarsvið og Miðstöð framhaldsnáms hafa umsjón með sjóðnum og annast úthlutun styrkja í umboði stjórnar hans.

Sjóðurinn heitir Doktorssjóður Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Sjóðurinn er stofnaður við sameiningu sjóða sem ekki hafa verið virkir um árabil, tengjast ekki ákveðnum fræðasviðum og/eða deildum í Háskóla Íslands og heyra undir Styrktarsjóði Háskóla Íslands ásamt peningagjöfum.