Skip to main content

Almanakssjóður

Sjóðnum má verja sem hér segir:

  1. Til þess að greiða kostnað við útreikning á almanökum háskólans. 
  2. Til þess að kaupa tæki og áhöld, sem þarfleg eru fyrir útreikning almanakanna.Hlutir þessir verða eign háskólans en þeir sem reikna út almanökin hafa forgangsrétt til að nota þá. 
  3. Til rannsókna á stjarnfræði og rímfræði, stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði og til útgáfu vísindalegra rita í þessum fræðum. 
  4. Til fræðslu í stærðfræðilegum vísindum í háskólanum. 
  5. Til þess að styðja fræðimenn til að fullkomna þekkingu sína í stærðfræðilegum vísindum erlendis. Námsstyrk má og veita stúdentum sem komnir eru vel á veg. 

Almanakssjóður var stofnaður samkvæmt lögum nr. 25, 27. júní 1921 um einkaleyfi handa Háskóla Íslands til útgáfu almanaks.

Reglugerð um starfrækslu sjóðsins er staðfest 25. febrúar 1922 og var skipulagsskráin staðfest af háskólaráði. Samkvæmt henni skulu vissar tekjur lagðar við höfuðstólinn en afgangi má verja til úthlutunar styrkja í samræmi við tilgang og markmið sjóðsins.

Tekjur Almanakssjóðs voru afgjöld sem útgefendur almanaka greiða, 2,5 kr. fyrir hvert útgefið almanak. Upplýsingar um útgefin almanök voru tekin saman einu sinni á ári og reikningar sendir frá Háskólanum til tekna fyrir sjóðinn. 

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.

Frekari upplýsingar veitir Helga Brá Árnadóttir, verkefnisstjóri styrktarsjóða og hollvina Háskóla Íslands, helgab@hi.is.